„Ég er þreyttur núna, þetta voru erfiðar 90 mínútur. Mér fannst leikurinn opinn og fór enda á milli. Við vorum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik og þeir betri en í síðari hálfleik sýndum við karakter og unnum okkur aftur inn í leikinn og hefðum og sennilega áttum að vinna hann í restina.“ Sagði Steven Caulker leikmaður Stjörnunar sem í kvöld lék sinn fyrsta leik fyrir félagið þegar Stjarnan gerði jafntefli við Fram á Lambhagavellinum.
Stjarnan gerði sterkt tilkall til vítaspyrnu tvívegis í leiknum. Í uppbótartíma var barátta í vítateig Fram og Kyle McLagan virtist fara beint í bak Örvars Eggertssonar í baráttu um boltann. Steven stóð þar hjá og var spurður um sína sýn á atvikið.
„Fyrir mér leit þetta út fyrir að vera vítaspyrna. En ég myndi svo sem alltaf segja það þar sem það er ég sem er að kalla eftir vítaspyrnu. Ég hef ekki séð endursýningu en dómarinn hefur augnablikið til að ákveða sig og ég veit að það er ekki auðvelt.“
Caulker hefur nú æft um hríð með Stjörnunni þó fyrsti leikurinn hafi ekki komið fyrr en í kvöld. Hvernig metur hann gæðinn í leikmannahópi liðsins?
„Mjög mikil og í raun töluvert betri en ég bjóst við. Ég vissi ekki margt um íslenskan fótbolta en á vini sem hafa spilað hér og þekki þjálfara sem starfa hér. En ég vissi ekki hverju ég átti von á en þetta hefur í raun verið mjög gott.“
Næsti leikur Stjörnunar er næstkomandi sunnudag þegar liðið heimsækir Víkinga í Víkinni. Með Víkingum leikur fyrrum liðsfélagi Stevens frá tíma hans hjá Swansea auk þess sem þér léku nokkra leiki saman hjá Tottenham. Hvernig leggst í Steven að mæta honum?
„Ég er spenntur, hann er gæðaleikmaður. Við þurfum að vera upp á okkar allra besta gegn þessu toppliði. Við þurfum að skila frammistöðu eins og við áttum síðustu 30 mínúturnar hér allar 90 mínúturnar þar.“
Að lokum var Caulker spurður í gamansömum tón um veðurfarið á landinu.
„Veðrið er líklega eini gallinn og reyndar matarverð líka. En fyrir utan það er allt frábært.“
Sagði Steven en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir