Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
Steven Caulker: Töluvert betri en ég bjóst við
Rúnar Kristins: Búnir að brenna af allt of mörgum færum í sumar
Jökull: Fyrri hálfleikur ævintýralega slakur
Diego Montiel: Ég gerði heimskuleg mistök og gaf þeim víti
Davíð Smári: Við skorum mark sem mér fannst vera löglegt
Maggi ósáttur með dómarann: Það er búið að merkja Elmar Kára í þessari deild
Best í Mjólkurbikarnum: Með montréttinn heima fyrir
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
Jónatan Ingi: Bæði mörkin skrípamörk
Haukur Andri: Hörmulegur fyrri hálfleikur
Lárus Orri: Menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það
Patrick Pedersen: Það var léttir að slá markametið
Fyrirliðinn spilaði óvænt frammi og skoraði tvennu - „Var að setja boltann í netið á æfingu"
Dominic Furness: Væri draumur að fá Tindastól á Laugardalsvöll
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
   mið 06. ágúst 2025 23:14
Sverrir Örn Einarsson
Steven Caulker: Töluvert betri en ég bjóst við
Steven Caulker skallar boltann í kvöld.
Steven Caulker skallar boltann í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er þreyttur núna, þetta voru erfiðar 90 mínútur. Mér fannst leikurinn opinn og fór enda á milli. Við vorum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik og þeir betri en í síðari hálfleik sýndum við karakter og unnum okkur aftur inn í leikinn og hefðum og sennilega áttum að vinna hann í restina.“ Sagði Steven Caulker leikmaður Stjörnunar sem í kvöld lék sinn fyrsta leik fyrir félagið þegar Stjarnan gerði jafntefli við Fram á Lambhagavellinum.

Stjarnan gerði sterkt tilkall til vítaspyrnu tvívegis í leiknum. Í uppbótartíma var barátta í vítateig Fram og Kyle McLagan virtist fara beint í bak Örvars Eggertssonar í baráttu um boltann. Steven stóð þar hjá og var spurður um sína sýn á atvikið.

„Fyrir mér leit þetta út fyrir að vera vítaspyrna. En ég myndi svo sem alltaf segja það þar sem það er ég sem er að kalla eftir vítaspyrnu. Ég hef ekki séð endursýningu en dómarinn hefur augnablikið til að ákveða sig og ég veit að það er ekki auðvelt.“

Caulker hefur nú æft um hríð með Stjörnunni þó fyrsti leikurinn hafi ekki komið fyrr en í kvöld. Hvernig metur hann gæðinn í leikmannahópi liðsins?

„Mjög mikil og í raun töluvert betri en ég bjóst við. Ég vissi ekki margt um íslenskan fótbolta en á vini sem hafa spilað hér og þekki þjálfara sem starfa hér. En ég vissi ekki hverju ég átti von á en þetta hefur í raun verið mjög gott.“

Næsti leikur Stjörnunar er næstkomandi sunnudag þegar liðið heimsækir Víkinga í Víkinni. Með Víkingum leikur fyrrum liðsfélagi Stevens frá tíma hans hjá Swansea auk þess sem þér léku nokkra leiki saman hjá Tottenham. Hvernig leggst í Steven að mæta honum?

„Ég er spenntur, hann er gæðaleikmaður. Við þurfum að vera upp á okkar allra besta gegn þessu toppliði. Við þurfum að skila frammistöðu eins og við áttum síðustu 30 mínúturnar hér allar 90 mínúturnar þar.“

Að lokum var Caulker spurður í gamansömum tón um veðurfarið á landinu.

„Veðrið er líklega eini gallinn og reyndar matarverð líka. En fyrir utan það er allt frábært.“

Sagði Steven en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner