Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagný fer frá West Ham (Staðfest) - Grét í kveðjumyndbandinu
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Skjáskot
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við West Ham. Hún kvaddi félagið með tárin í augunum í myndbandi á samfélagsmiðlum.

Samningur Dagný við félagið er runnin út en henni bauðst að vera áfram. Hún ákvað hins vegar að semja ekki.

Dagný sagði í viðtali við Fótbolta.net fyrir um mánuði síðan að hún hefði verið ósátt við hlutverk sitt eftir að hún kom til baka eftir sitt annað barn.

Hin 33 ára gamla Dagný var í fjögur og hálft ár hjá West Ham og spilaði 87 leiki fyrir félagið sem hún studdi í æsku.

„Minningarnar sem ég hef skapað innan sem utan vallar verða hjá mér út ævina. Þetta er ekki kveðjustund, ég sé ykkur síðar," segir Dagný.

Hún hefur verið orðuð við bæði Þrótt og Val hér heima en það verður spennandi að sjá hvað hún gerir.


Athugasemdir
banner