Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikir: Arsenal tapaði í fyrsta byrjunarliðsleik Gyökeres
Mynd: Arsenal
Viktor Gyökeres var í fyrsta sinn í byrjunarliði Arsenal þegar liðið fékk Villarreal í heimsókn á Emirates í æfingaleik í kvöld.

Hann fékk tvö tækifæri til að skora, fyrst átti hann skot sem fór í liðsfélaga sinn, Christian Norgaard, síðan var hann í þröngu færi og Luiz Junior, markvörður Villarreal, sá við honum.

Arsenal lenti tveimur mörkum undir. Nicolas Pepe, fyrrum leikmaður Arsenal kom Villarreal yfir.

Norgaard minnkaði muninn þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Gabriel Martinelli. Þetta var fyrsta mark Norgaard í búningi Arsenal en hann gekk til liðs við félagið frá Brentford í sumar.

Arnaut Danjuma skoraði þriðja mark Villareal áður en Martin Ödegaard skoraði úr vítaspyrnu, 3-2 sigur Villareal staðreynd.

Aston Villa mætti Roma þar sem Aston Villa vann öruggan sigur. Emi Buendia skoraði fyrsta markið en það var laglegt mark beint úr aukaspyrnu. Jacob Ramsey bætti öðru markinu við áður en Ollie Watkins skoraði þriðja markið með skalla fyrir lok fyrri hálfleiks.

Það var síðan Donyell Malen sem skoraði fjórða mark Aston Villa undir lokin. 4-0 sigur Aston Villa staðreynd.
Athugasemdir
banner
banner