Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   fim 07. ágúst 2025 10:48
Elvar Geir Magnússon
Staðfest að Maddison missir af stærstum hluta tímabilsins
Mynd: EPA
Staðfest hefur verið að James Maddison þarf að fera í aðgerð vegna liðvandameiðsla og verður lengi frá. Hann mun missa af stærstum hluta komandi tímabils með Tottenham.

Þessi 28 ára miðjumaður meiddist í æfingaleik gegn Newcastle um súðustu helgi. Hann meiddist á sama hné og þar sem meiðsli plöguðu hann fyrr á árinu og gerðu að verkum að hann missti af sigrinum gegn Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Maddison hefur verið í rannsóknum í þessari viku og þar var ótti Tottenham staðfestur.

Hann kom til Spurs 2023 frá Leicester og skoraði 12 mörk í 45 leikjum á síðasta tímabili. Hann á sjö landsleiki að baki.
Athugasemdir
banner
banner