Carlos Baleba, miðjumaður Brighton, var orðaður við Manchester United í gær.
Man Utd er sagt hafa augastað á honum og ætli að reyna fá hann þegar framtíð Benjamin Sesko skýrist en hann virðist vera á leiðinni til Man Utd.
Paul Barber, framkvæmdastjóri Brighton, tjáði sig um orðróminn.
Man Utd er sagt hafa augastað á honum og ætli að reyna fá hann þegar framtíð Benjamin Sesko skýrist en hann virðist vera á leiðinni til Man Utd.
Paul Barber, framkvæmdastjóri Brighton, tjáði sig um orðróminn.
„Við erum með mjög hæfileikaríka leikmenn. Það verður alltaf áhugi á leikmönnunum okkar. Manchester United hafa ekki haft samband við mig, þetta eru bara vangaveltur," sagði Barber.
„Við munum alltaf reyna að sjá til þess að við seljum okkar bestu menn á réttum tíma, ekki bara fyrir leikmanninn heldur okkur líka. Ef við gerum það þá er það með það í huga að skilja Fabian (Hurzeler) eftir með mjög samkeppnishæfan hóp en við viljum ekki selja okkar bestu menn."
„Carlos er stórkostlegur og með mikla hæfileika. Hann á mörg ár eftir og við vonumst til að hann muni vera hérna í mörg ár en það er eitthvað sem, eins og alltaf, er háð gangi fótboltaheimsins sem er ekki alltaf fyrirsjáanlegt.“
Athugasemdir