Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Son kynntur til leiks hjá LAFC - „Þetta var ekki fyrsti kostur"
Mynd: LAFC
Tottenham staðfesti fyrr í kvöld að Suður-Kóreumaðurinn Heung-min Son væri að yfirgefa félagið og LAFC staðfesti síðar að hann væri genginn til liðs við bandaríska félagið.

Son tjáði sig eftir komuna til Los Angeles að það hafi ekki verið fyrsti kostur hjá honum að fara til bandaríska liðsins.

„Draumur er orðinn að veruleika. LA, þvílík borg. Ef ég á að vera hreinskilinn þá var þetta ekki minn fyrsti kostur. Eftir fyrsta spjall við John Berrington (meðforseta félagsins) eftir tímabilið breytti hann skoðun minni, breytti hann hjartanu og höfðinu mínu," sagði Son.

„Hann sýndi mér hvar ég ætti að vera. Nú er ég hérna, ég er svo ánægður og spenntur."

Það eru mjög margir Kóreumenn sem búa í Los Angeles og Son er mjög spenntur að fá að spila fyrir þá.

„Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég kom í þetta stóra lið. Það er risastórt kóreskt samfélag og ég vil gera þá mjög stolta af kóreskum fótboltamanni sem kemur til LA. Ég vona að margir Kóreumenn komi á völlinn til að styðja mig og liðið," sagði Son.


Athugasemdir
banner
banner