
Stór leikur í kvöld. Sigurvegarinn fer áfram í nætu umferð, en tapliðið fer í umspil um sæti í Sambandsdeildinni. Seinni leikurinn í einvíginu fer fram á Kópavogsvelli.
Breiðablik mætir í kvöld bosníska liðinu Zrinjski Mostar í 3. umferð forkeppninnar í Evrópudeildinni. Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari og Zrinjski vann deildina í Bosníu á síðasta tímabili.
Leikurinn hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma og verður í beinni á SÝN Sport. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, í aðdraganda leiksins.
Leikurinn hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma og verður í beinni á SÝN Sport. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, í aðdraganda leiksins.
Lestu um leikinn: Zrinjski Mostar 0 - 0 Breiðablik
Blikar flugu með beinu flugi til Króatíu á þriðjudag og æfðu í Króatíu í gær áður en þeir svo héldu yfir til Mostar í Bosníu og fóru þar á sama hótelið og fyrir tveimur árum þegar þeir mættu Zrinjski síðast, þá líka á þessu stigi keppninnar.
„Þetta var nánast fullkomið ferðalag miðað við hversu langt ferðalag þetta er. Það er flogið beint til Split tvisvar í viku frá Íslandi, gátum flogið á þriðjudeginum eftir hádegi, enginn skertur nætursvefn, og vorum komnir á hótelið í kvöld. Við æfðum fyrir utan Split í hádeginu og keyrðum svo yfir til Mostar, tveir og hálfur tími að keyra yfir."
„Þetta var flóknara ferðalag síðast, þá voru engin bein flug, miklu meira púsl. Núna á leiðinni til baka tökum við einkavél frá Mostar á föstudaginn til Amsterdam og þaðan heim, sem er eiginlega eins gott og það verður."
Sú staðreynd að þið spiluðuð þarna fyrir tveimur árum, gerir það auðveldara fyrir í ákvörðuninni að æfa í Króatíu fyrir leikinn, en ekki á keppnisvellinum?
„Já, bæði það og það að hótelið í Bosníu var ekki laust á þriðjudagskvöldið, það einfaldaði ákvörðunina."
„Fyrir tveimur árum þá datt Zrinjski út á móti Slovan Bratislava, sem endurtók sig svo í síðustu viku. Þegar þau lið mættust fyrir tveimur árum fórum við Eyjó (Eyjólfur Héðinsson) til Bratislava og sáum þá spila, kynntumst góðu fólki hjá Slovan. Við gátum spurt þá út í hótelmál og annað í kringum þetta, hvort það væru einhverjar breytingar á vellinum og annað."
„Við mátum það að í stað þess að elta einhvern æfingatíma á vellinum, þá myndi henta okkur betur að æfa fyrr um daginn í Króatíu og taka svo daginn rólega. Ég held að það hafi bara verið frábær ákvörðun. Við leigðum æfingavöll með útbúnaði, gerðum það sama í Albaníu, tókum auka æfingadag þar. Ég svo sem bókaði ekki völlinn, en held það hafi ekki verið mikið mál. Það er mikil fótboltamenning og hefði fyrir fótbolta í Króatíu. Við fórum aðeins út fyrir Split, æfðum á sveitavelli, frábærar aðstæður."
„Það var fínt að brjóta þetta aðeins upp, rútínan er alltaf svipuð í þessum Evrópuleikjum, spilað 8-9 um kvöldið og reynt að æfa á sama tíma daginn áður. Það verður mikil bið eftir æfingunni um daginn, það var frábært að byrja daginn á morgunmat og svo æfingu. Það er mögulega eitthvað sem við skoðum til frambúðar," segir Dóri.
Nánar var rætt við Dóra og verður meira úr viðtalinu birt þegar nær dregur leiknum. Myndbönd frá gærdeginum hjá Blikum má sjá hér að neðan.
Athugasemdir