Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ugochukwu til Burnley (Staðfest) - Annar á leiðinni frá Chelsea
Mynd: Burnley
Burnley hefur staðfest komu Lesley Ugochukwu til liðsins frá Chelsea.

Hann skrifar undir fimm ára samning við nýliðana í úrvalsdeildinni. Fabrizio Romano segir að kaupverðið sé um 25 milljónir punda.

Ugochukwu er 21 árs gamall miðjumaður. Hann gekk til liðs við Chelsea frá Rennes árið 2023. Hann spilaði 15 leiki fyrir liðið tímabilið 2023-2024. Hann var á láni hjá Southampton á síðustu leiktíð og spillaði 26 leiki í úrvalsdeildinni og skoraði eitt mark.

Romano greinir þá frá því að félagaskipti Armando Broja til Burnley frá Chelsea séu frágengin. Kaupverðið err 20 milljónir punda.


Athugasemdir
banner