„Þetta er stórleikur, ég myndi segja einn af stærstu leikjum sem Víkingur hefur átt í Evrópu miðað við styrkleika andstæðingana," segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, fyrir leikinn gegn danska liðinu Bröndby í kvöld.
Sölvi ræddi við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson, fréttamann Fótbolta.net, í Víkinni í gær en þar mun þessi fyrrum leikur liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar fara fram.
„Við höfum gefið flestum af þessum stóru liðum sem við höfum mætt alvöru leiki og ég býst við því að við munum gera það líka núna. Við þurfum að hafa trú á verkefninu."
Sölvi hefur nýtt sambönd sín í Danmörku til að afla upplýsinga um andstæðingana.
„Bröndby er gífurlega stórt félag með mikla sögu og síðustu daga höfum við skoðað leiki með Bröndby. Þetta er gott lið með öfluga leikmenn innanborðs og við þurfum að eiga tvo algjöra toppleiki til að eiga einhvern möguleika á að komast áfram."
Varðandi stöðuna á leikmannahópnum segir Sölvi að það séu engin ný meiðsli eftir jafnteflið gegn FH í deildinni nema að Nikolaj Hansen fékk ljótan skurð en verður vafinn til að hann geti spilað.
Sölvi ræddi við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson, fréttamann Fótbolta.net, í Víkinni í gær en þar mun þessi fyrrum leikur liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar fara fram.
„Við höfum gefið flestum af þessum stóru liðum sem við höfum mætt alvöru leiki og ég býst við því að við munum gera það líka núna. Við þurfum að hafa trú á verkefninu."
Sölvi hefur nýtt sambönd sín í Danmörku til að afla upplýsinga um andstæðingana.
„Bröndby er gífurlega stórt félag með mikla sögu og síðustu daga höfum við skoðað leiki með Bröndby. Þetta er gott lið með öfluga leikmenn innanborðs og við þurfum að eiga tvo algjöra toppleiki til að eiga einhvern möguleika á að komast áfram."
Varðandi stöðuna á leikmannahópnum segir Sölvi að það séu engin ný meiðsli eftir jafnteflið gegn FH í deildinni nema að Nikolaj Hansen fékk ljótan skurð en verður vafinn til að hann geti spilað.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 - 0 Bröndby
„Það verður bara að koma í ljós!" sagði Sölvi þegar hann var spurður að því hvort Pálmi Rafn Arinbjörnsson yrði í markinu en hann hefur varið mark Víkings í undanförnum leikjum og vangaveltur verið í gangi um hvort hann hafi slegið Ingvar Jónsson út sem aðalmarkvörður.
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Sölvi sig meðal annars um að Niko Hansen hafi skrifað undir nýjan samning við félagið á dögunum.
Leikur Víkings og Bröndby hefst klukkan 18:45 og er uppselt á leikinn.
Athugasemdir