Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
Þjálfari Bröndby: Forréttindi að koma til Íslands
Niko Hansen fremstur í flokki af löndum sínum - „Víkingur er mitt lið"
Sölvi gefur ekki upp hvor verður í markinu - „Þurfum að eiga tvo algjöra toppleiki“
Steven Caulker: Töluvert betri en ég bjóst við
Rúnar Kristins: Búnir að brenna af allt of mörgum færum í sumar
Jökull: Fyrri hálfleikur ævintýralega slakur
Diego Montiel: Ég gerði heimskuleg mistök og gaf þeim víti
Davíð Smári: Við skorum mark sem mér fannst vera löglegt
Maggi ósáttur með dómarann: Það er búið að merkja Elmar Kára í þessari deild
Best í Mjólkurbikarnum: Með montréttinn heima fyrir
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
Jónatan Ingi: Bæði mörkin skrípamörk
Haukur Andri: Hörmulegur fyrri hálfleikur
Lárus Orri: Menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það
Patrick Pedersen: Það var léttir að slá markametið
Fyrirliðinn spilaði óvænt frammi og skoraði tvennu - „Var að setja boltann í netið á æfingu"
Dominic Furness: Væri draumur að fá Tindastól á Laugardalsvöll
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
   fim 07. ágúst 2025 09:15
Elvar Geir Magnússon
Sölvi gefur ekki upp hvor verður í markinu - „Þurfum að eiga tvo algjöra toppleiki“
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá leik FH og Víkings á dögunum.
Frá leik FH og Víkings á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta er stórleikur, ég myndi segja einn af stærstu leikjum sem Víkingur hefur átt í Evrópu miðað við styrkleika andstæðingana," segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, fyrir leikinn gegn danska liðinu Bröndby í kvöld.

Sölvi ræddi við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson, fréttamann Fótbolta.net, í Víkinni í gær en þar mun þessi fyrrum leikur liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar fara fram.

„Við höfum gefið flestum af þessum stóru liðum sem við höfum mætt alvöru leiki og ég býst við því að við munum gera það líka núna. Við þurfum að hafa trú á verkefninu."

Sölvi hefur nýtt sambönd sín í Danmörku til að afla upplýsinga um andstæðingana.

„Bröndby er gífurlega stórt félag með mikla sögu og síðustu daga höfum við skoðað leiki með Bröndby. Þetta er gott lið með öfluga leikmenn innanborðs og við þurfum að eiga tvo algjöra toppleiki til að eiga einhvern möguleika á að komast áfram."

Varðandi stöðuna á leikmannahópnum segir Sölvi að það séu engin ný meiðsli eftir jafnteflið gegn FH í deildinni nema að Nikolaj Hansen fékk ljótan skurð en verður vafinn til að hann geti spilað.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Bröndby

„Það verður bara að koma í ljós!" sagði Sölvi þegar hann var spurður að því hvort Pálmi Rafn Arinbjörnsson yrði í markinu en hann hefur varið mark Víkings í undanförnum leikjum og vangaveltur verið í gangi um hvort hann hafi slegið Ingvar Jónsson út sem aðalmarkvörður.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Sölvi sig meðal annars um að Niko Hansen hafi skrifað undir nýjan samning við félagið á dögunum.

Leikur Víkings og Bröndby hefst klukkan 18:45 og er uppselt á leikinn.
Athugasemdir