Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Wissa mættur til æfinga en vill enn færa sig um set
Yoane Wissa.
Yoane Wissa.
Mynd: EPA
Yoane Wissa er mættur aftur til æfinga hjá Brentford eftir að hafa átt gott spjall við stjórann Keith Andrews. Wissa vill þó enn færa sig um set.

Wissa og Andrews ræddu málin á æfingasvæðinu í morgun og Wissa æfði í kjölfarið í fyrsta sinn með liðinu síðan hann yfirgaf æfingaferð liðsins til Portúgal þann 21. júlí.

Þessi 28 ára leikmaður vill fara til Newcastle þar sem honum gæfist tækifæri á að spila í Meistaradeildinni.

Samkvæmt heimildum BBC er Brentford tilbúið að skoða það að selja Wissa en það þyrfti að vera fyrir hærra tilboð en það 25+5 milljónir punda sem Newcastle bauð. Þá þyrfti félagið að geta fundið mann í stað Wissa.

Wissa mætti ekki bara á æfingu í dag heldur einnig á fjölmiðladag liðsins þar sem leikmenn voru myndaðir fyrir nýtt tímabil. Brentford mætir Borussia Monchengladbach í æfingaleik á föstudag og spennandi að sjá hvort Wissa taki þátt í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner