Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
banner
miðvikudagur 6. ágúst
Besta-deild karla
mánudagur 4. ágúst
Besta-deild kvenna
laugardagur 2. ágúst
miðvikudagur 30. júlí
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
mánudagur 28. júlí
Besta-deild karla
laugardagur 26. júlí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
fimmtudagur 24. júlí
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
miðvikudagur 23. júlí
þriðjudagur 22. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
sunnudagur 20. júlí
Besta-deild karla
fimmtudagur 17. júlí
Besta-deild karla
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 15. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 14. júlí
Besta-deild karla
sunnudagur 13. júlí
fimmtudagur 10. júlí
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
EM kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 8. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 7. júlí
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
sunnudagur 6. júlí
EM kvenna
Besta-deild karla
laugardagur 5. júlí
fimmtudagur 7. ágúst
Sambandsdeildin
Araz 0 - 4 Omonia
0 2 Loizos Loizou ('22)
0 3 Ewandro ('55)
0 4 Stevan Jovetic ('58)
Bakhtiyar Hasanalizada - Araz ('63, gult spjald)
Stevan Jovetic - Omonia ('64, gult spjald)
Patrick Andrade - Araz ('66, gult spjald)
Mateo Maric - Omonia ('69, gult spjald)
Hamidou Keyta - Araz ('76, gult spjald)
Aris Limassol 2 - 2 AEK
0 2 Filipe Relvas ('14)
1 2 Andronikos Kakoulis ('18)
Petros Mantalos - AEK ('27, gult spjald)
2 2 Connor Goldson ('31)
Filipe Relvas - AEK ('45, gult spjald)
Connor Goldson - Aris Limassol ('55, gult spjald)
Frantzdy Pierrot - AEK ('55, gult spjald)
Giorgi Kvilitaia - Aris Limassol ('72, gult spjald)
Ross McCausland - Aris Limassol ('80, gult spjald)
Kauno Zalgiris 0 - 1 Arda Kardzhali
Jalal Huseynov - Arda Kardzhali ('23, gult spjald)
Temur Chogadze - Kauno Zalgiris ('42, gult spjald)
Vyacheslav Velev - Arda Kardzhali ('45, gult spjald)
0 1 Antonio Vutov ('53)
Anton Tolordava - Kauno Zalgiris ('57, gult spjald)
Serkan Yusein - Arda Kardzhali ('59, gult spjald)
Isnaba Mane - Arda Kardzhali ('75, gult spjald)
Nosa Iyobosa Edokpolor - Kauno Zalgiris ('81, gult spjald)
Milsami 3 - 2 Virtus
Andrei Cobet - Milsami ('45, rautt spjald)
Manuel Battistini - Virtus ('45, gult spjald)
Tommaso Lombardi - Virtus ('45, gult spjald)
1 1 Stefano Scappini ('51)
Umberto De Lucia - Virtus ('58, gult spjald)
2 1 Nabil Khali ('61)
2 2 Stefano Scappini ('73, víti)
Armando Amati - Virtus ('76, gult spjald)
Frederick Takyi - Milsami ('80, gult spjald)
Frederick Takyi - Milsami ('83, rautt spjald)
Matteo Zenoni - Virtus ('88, gult spjald)
3 2 Ime Ndon ('89)
Rosenborg 0 - 0 Hammarby
Simon Strand - Hammarby ('80, gult spjald)
Dino Islamovic - Rosenborg ('87, gult spjald)
Ostrava 4 - 3 Austria V
Manfred Fischer - Austria V ('27, gult spjald)
1 1 Michal Kohut ('36)
2 1 David Buchta ('45)
3 1 Daniel Holzer ('49)
Lee Kang-Hee - Austria V ('54, gult spjald)
3 2 Dominik Fitz ('67)
Jiri Boula - Ostrava ('74, gult spjald)
3 3 Manprit Sarkaria ('79)
Matteo Schablas - Austria V ('81, gult spjald)
4 3 Erik Prekop ('82)
AIK 2 - 1 Gyor
2 0 Bersant Celina ('21)
Sotiris Papagiannopoulos - AIK ('73, gult spjald)
2 1 Milan Vitalis ('78)
Riga 3 - 0 Beitar Jerusalem
1 0 Ramires Reginaldo ('47)
2 0 Ramires Reginaldo ('63)
3 0 Baba Musah ('69)
Baba Musah - Riga ('89, gult spjald)
Ailson Tavares - Beitar Jerusalem ('90, gult spjald)
Silkeborg 0 - 1 Jagiellonia
Pelle Mattsson - Silkeborg ('50, gult spjald)
Robin Ostrom - Silkeborg ('60, gult spjald)
Taras Romanczuk - Jagiellonia ('71, gult spjald)
Afimico Pululu - Jagiellonia ('73, gult spjald)
Bernardo Vital - Jagiellonia ('87, gult spjald)
Viking FK 1 - 3 Istanbul Basaksehir
1 1 Deniz Turuc ('60)
Muhammed Sengezer - Istanbul Basaksehir ('65, gult spjald)
Kristoffer Haugen - Viking FK ('78, gult spjald)
1 2 Christopher Operi ('79)
1 3 Davie Selke ('90)
Anderlecht 2 - 0 Sheriff
1 0 Nilson Angulo ('17)
Nana Boakye - Sheriff ('33, gult spjald)
2 0 Kasper Dolberg ('48)
AZ 2 - 0 Vaduz
Troy Parrott - AZ ('53, gult spjald)
Differdange 1 - 3 Levadia T
1 1 Samir Hadji ('17)
1 2 Mihkel Ainsalu ('20)
Kevin DAnzico - Differdange ('23, gult spjald)
1 3 Richie Musaba ('52)
Levski 0 - 0 Sabah FK
Joy-Lance Mickels - Sabah FK ('21, gult spjald)
Olimpija 0 - 0 Egnatia R
Soumaila Bakayoko - Egnatia R ('55, gult spjald)
Polessya 2 - 0 Paks
1 0 Oleksandr Andriyevskyi ('41)
2 0 Danylo Beskorovaynyi ('45)
Borys Krushynskyi - Polessya ('49, gult spjald)
1 1 Patrik Vydra ('25)
2 1 Kaan Kairinen ('33)
Alexandros Malis - Ararat-Armenia ('37, gult spjald)
Matej Rynes - Sparta Prag ('52, gult spjald)
LIF Vikingur 2 - 1 Linfield FC
1 1 Matthew Fitzpatrick ('9)
Kieran Offord - Linfield FC ('47, gult spjald)
2 1 Ingi Jonhardsson ('56)
Lausanne 2 - 0 Astana
Ivan Basic - Astana ('22, gult spjald)
1 0 Jamie Roche ('24)
2 0 Kaly Sene ('43)
Ballkani 0 - 0 Shamrock
Lugano 0 - 2 Celje
1 - Lugano ('42, gult spjald)
St Patricks 0 - 3 Besiktas
0 2 Tammy Abraham ('14)
Jake Mulraney - St Patricks ('18, gult spjald)
0 3 Tammy Abraham ('23)
Vikingur R. 0 - 0 Brondby
Hajduk Split 0 - 0 Dinamo Tirana
Larne FC 0 - 0 Santa Clara
Partizan 0 - 0 Hibernian
Rakow 0 - 0 Maccabi Haifa
Rapid 0 - 0 Dundee United
Evrópudeildin
0 2 Mikel Gogorza ('32)
1 2 Joannes Bjartalid ('77)
1 3 Denil Castillo ('79)
Han-beom Lee - Midtjylland (Denmark) ('82, gult spjald)
Christian Rutjens - Lincoln (Gibraltar) ('28, gult spjald)
Matheus Aias - Noah (Armenia) ('33, gult spjald)
0 1 Tjay De Barr ('45, Misnotað víti)
1 1 Tjay De Barr ('45)
Yan Eteki - Noah (Armenia) ('45, gult spjald)
Sergey Muradyan - Noah (Armenia) ('61, gult spjald)
Goncalo Silva - Noah (Armenia) ('79, gult spjald)
Gustavo Sangare - Noah (Armenia) ('85, gult spjald)
Omar Imran Oulad - Noah (Armenia) ('88, gult spjald)
Nardin Mulahusejnovic - Noah (Armenia) ('90, gult spjald)
1 1 Jean-Pierre Nsame ('18)
Vahan Bichakhchyan - Legia (Poland) ('45, gult spjald)
2 1 Karol Angielski ('48)
Godswill Ekpolo - AEK Larnaca (Cyprus) ('61, gult spjald)
3 1 Yerson Chacon ('78)
4 1 ('85, sjálfsmark)
Bartosz Kapustka - Legia (Poland) ('89, gult spjald)
Bartosz Kapustka - Legia (Poland) ('90, rautt spjald)
Jan Ziolkowski - Legia (Poland) ('90, gult spjald)
Cluj (Romania) 1 - 2 Braga
0 1 Gorby ('17)
1 1 Sheriff Sinyan ('30)
1 2 Gorby ('50)
Leo Bolgado - Cluj (Romania) ('77, gult spjald)
Häcken 0 - 2 Brann
Marius Lode - Häcken ('15, gult spjald)
0 0 Joachim Soltvedt ('16, Misnotað víti)
Jacob Lungi Sorensen - Brann ('26, gult spjald)
0 1 Saevar Magnusson ('28)
Thore Pedersen - Brann ('49, gult spjald)
0 2 Saevar Magnusson ('57)
PAOK (Greece) 0 - 0 Wolfsberger AC (Austria)
Dominik Baumgartner - Wolfsberger AC (Austria) ('39, gult spjald)
Soualiho Meite - PAOK (Greece) ('50, gult spjald)
Luka Ivanusec - PAOK (Greece) ('77, gult spjald)
Panathinaikos 0 - 0 Shakhtar
Pedro Chirivella - Panathinaikos ('20, gult spjald)
Georgios Kyriakopoulos - Panathinaikos ('46, gult spjald)
Zrinjski (Bosnia and Herzegovina) 0 - 1 Breiðablik
0 0 Tobias Thomsen ('18, Misnotað víti)
0 0 Tobias Thomsen ('18, Misnotað víti)
0 1 Tobias Thomsen ('18)
Servette (Switzerland) 1 - 0 Utrecht (Netherlands)
1 0 Jeremy Guillemenot ('12)
Loun Srdanovic - Servette (Switzerland) ('27, gult spjald)
WORLD: International Friendlies
Italy U-19 1 - 1 Albania U-19
Montenegro U-19 4 - 2 Georgia U-19
fim 07.ágú 2025 17:16 Mynd: EPA
Magazine image

Spáin fyrir enska: 8. sæti

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Við höldum áfram að telja niður í efri hluta deildarinnar en í áttunda sæti er Manchester United.

Man Utd fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Man Utd fagnar marki á undirbúningstímabilinu.
Mynd/EPA
Rúben Amorim er að fara inn í sitt fyrsta heila tímabil sem stjóri Man Utd.
Rúben Amorim er að fara inn í sitt fyrsta heila tímabil sem stjóri Man Utd.
Mynd/EPA
Bruno Fernandes er alveg klárlega besti leikmaður Man Utd.
Bruno Fernandes er alveg klárlega besti leikmaður Man Utd.
Mynd/EPA
Leny Yoro steig vel upp á síðasta tímabili.
Leny Yoro steig vel upp á síðasta tímabili.
Mynd/EPA
Mbeumo kom frá Brentford og það eru miklar vonir bundnar við hann.
Mbeumo kom frá Brentford og það eru miklar vonir bundnar við hann.
Mynd/Manchester United
Cunha kom frá Wolves.
Cunha kom frá Wolves.
Mynd/Man Utd
Sesko er að mæta á Old Trafford.
Sesko er að mæta á Old Trafford.
Mynd/EPA
Rashford fór til Barcelona.
Rashford fór til Barcelona.
Mynd/Barcelona
Amad var góður á síðustu leiktíð.
Amad var góður á síðustu leiktíð.
Mynd/Manchester United
Patrick Dorgu hefur átt öflugt undirbúningstímabil.
Patrick Dorgu hefur átt öflugt undirbúningstímabil.
Mynd/EPA
Casemiro er sigurvegari.
Casemiro er sigurvegari.
Mynd/EPA
Mun Zirkzee eiga betra tímabil?
Mun Zirkzee eiga betra tímabil?
Mynd/EPA
Það er spurning hvort Rasmus Höjlund eigi einhverja framtíð á Old Trafford.
Það er spurning hvort Rasmus Höjlund eigi einhverja framtíð á Old Trafford.
Mynd/EPA
Slátrarinn.
Slátrarinn.
Mynd/EPA
Miðvörðurinn Harry Maguire.
Miðvörðurinn Harry Maguire.
Mynd/EPA
Frá Old Trafford, heimavelli Man Utd.
Frá Old Trafford, heimavelli Man Utd.
Mynd/EPA
Manchester United hefur á síðustu árum gengið í gegnum dimma dali og það er eiginlega óhætt að fullyrða að síðasta tímabil hafi verið lágpunkturinn þar sem liðið endaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham af öllum liðum. Rúben Amorim tók við liðinu á miðju síðasta tímabili eftir að Erik ten Hag fékk á einhvern óskiljanlegan hátt að halda áfram með liðið þrátt fyrir skýr merki um að liðið væri á leið aftur á bak undir hans stjórn. Amorim kom inn með gríðarlegar áherslubreytingar sem virkuðu svo sannarlega ekki vel á síðasta tímabili.

Amorim fór í þriggja manna vörn, 3-4-3 kerfið sem hann notaðist við hjá Sporting Lissabon í Portúgal með frábærum árangri. United vann hins vegar bara 17 af 42 leikjum undir stjórn Amorim á síðasta tímabili og það lá alveg ljóst fyrir þá að þessar breytingar myndu taka tíma. Það var mikið högg fyrir Man Utd að tapa úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem liðið missti þá af bikar og Meistaradeildarsæti á sama tíma. En kannski var það líka jákvætt, ákveðin vakning fyrir stjórnendur félagsins og ekki síst leikmennina. Það þarf ekkert að skafa af því, síðasta tímabil var gjörsamlega hryllilegt og það þarf ýmislegt að breytast.

Man Utd er samt sem áður enn eitt allra stærsta félag heims og það hefur sést á leikmannamarkaðnum í sumar. Bryan Mbeumo og Matheus Cunha völdu United fram yfir önnur félög í Meistaradeildinni og sóknarmaðurinn Benjamin Sesko er líka að gera það. Mbeumo og Cunha eru komnir yfir línuna og Sesko, sem er einn mest spennandi sóknarmaður í heimi, er á leiðinni. Svo er miðjumaðurinn Carlos Baleba orðaður við United ásamt markverðinum Gianluigi Donnarumma. Man Utd mun mæta með mikið breytt lið til leiks í vetur en Amorim fær ekki endalausan tíma. Ef úrslitin verða áfram léleg, þá verður pressan fljót að myndast á Portúgalanum. En þetta getur eiginlega í raun ekki versnað. Sir Jim Ratcliffe hefur gert talsverðar breytingar frá því hann kom inn í eigendahóp United og hann þarf fljótlega að fara að skila einhverjum árangri.

Stjórinn: Rúben Amorim tók við sem stjóri Manchester United í nóvember 2024 og er nú að undirbúa sitt fyrsta heila tímabil sem stjóri liðsins. Byrjunin hjá Portúgalanum var mjög erfið – liðið endaði í 15. sæti úrvalsdeildarinnar og náði ekki Evrópusæti – en Amorim hefur lýst því yfir að hann sé staðráðinn í að halda áfram og byggja eitthvað upp til framtíðar. Hann hefur viðurkennt að hafa íhugað að segja af sér á meðan síðasta tímabil stóð yfir, en með stuðningi frá lykilleikmönnum eins og Bruno Fernandes virðist hann nú vera ákveðinn í að breyta kúltúrnum innan félagsins til lengri tíma. Taktískt vill Amorim leika með 3-4-3 eða 3-4-2-1 kerfi með vængbakverði, hröðum skyndisóknum og agaðri pressu. Amorim er harður í horn að taka og er að mynda hópinn eftir sinni sýn og sínum áherslum. Nokkrir leikmenn hafa ekki fengið að koma nálægt hópnum í sumar en Amorim telur þá ekki henta sér eða þá að þeir eru ekki nógu sterkir persónuleikar í verkefnið. Þó verkefnið sé enn á byrjunarreit, þá er ljóst að Amorim er að reyna að byggja upp lið með skýra hugmyndafræði, kröfur og framtíðarsýn. Nú er bara spurning hvort honum takist það sem David Moyes, Louis van Gaal, Jose Mourinho, Ole Gunnar Solskjær og Erik ten Hag tókst ekki - að koma þessu sögufræga félagi aftur á toppinn.



Leikmannaglugginn: Þó Man Utd hafi endað í 15. sæti á síðasta tímabili þá hefur félaginu tekist að sannfæra öfluga leikmenn um að koma á Old Trafford. Búið er að fríska upp á sóknarleikinn en þarf enn að styrkja markvarðarstöðuna, vörnina og miðjuna.

Komnir:
Bryan Mbeumo frá Brentford - 71 milljón punda
Matheus Cunha frá Wolves - 62,5 milljónir punda
Diego Léon frá Cerro Porteño 3,3 milljónir punda
Jadon Sancho frá Chelsea - Var á láni
Antony frá Real Betis - Var á láni
Tyrell Malacia frá PSV - Var á láni

Farnir:
Marcus Rashford til Barcelona - Á láni
Victor Lindelöf - Samningur rann út
Christian Eriksen - Samningur rann út
Jonny Evans - Lagði skóna á hilluna



Þrír lykilmenn:
Leny Yoro er gríðarlega efnilegur varnarmaður sem tók mjög jákvæð skref undir lok síðasta tímabils í varnarlínu United. Hann virðist vera leikmaður sem Amorim er mjög hrifinn af. Franski miðvörðurinn var einn af fáum ljósum punktum á síðasta tímabili hjá United. Hann átti erfiða leiki inn á milli - skiljanlega - en í lokin gat hann gengið stoltur frá borði. Yoro er bara 19 ára en hann var keyptur til Man Utd á mikinn pening og mun spila stóra hlutverk á komandi tímabili.

Bruno Fernandes er langmikilvægasti leikmaður Manchester United en hann er fyrirliðinn og þeirra yfirburðarbesti fótboltamaður. Þrátt fyrir hörmulegt gengi United á síðasta tímabili, þá var umræða um það að Bruno ætti heima í liði ársins. Það segir sitt en hann hefur þurft að draga liðið á herðum sér undanfarin ár. Hann á það til að væla aðeins of mikið en þegar hausinn er rétt skrúfaður á, þá er hann einn besti leikmaður deildarinnar. Hann hefur komið að 113 mörkum í 195 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Bryan Mbeumo eru stærstu kaup Man Utd hingað til í sumar en félagið lagði mikið á sig til að landa honum frá Brentford. Á endanum borgaði United 71 milljón punda til að kaupa Mbeumo sem talaði svo um Man Utd sem félaga drauma sinna. Önnur félög sýndu honum áhuga en hann vildi bara United. Mbeumo skoraði 20 mörk fyrir Brentford á síðasta tímabili og ætti að geta kryddað upp á sóknarleik United með hraða sínum og krafti.

Fylgist með: Benjamin Sesko er gríðarlega spennandi sóknarmaður sem United að kaupa frá RB Leipzig á einhverjar 85 milljónir evra. Slóvenski fótboltafréttamaðurinn Izidor Kordic segir við breska ríkisútvarpið að Sesko sé með hugarfar upp á 10 af 10 og sé fullkominn fyrir ensku úrvalsdeildina. „Hann er með hæfileika til að geta haft sömu áhrif hjá Manchester United og Erling Haaland hjá Manchester City," segir Kordic en þetta eru stór ummæli. Sesko átti að vera maðurinn til að leysa Alexander Isak af hólmi hjá Newcastle en í staðinn tekur hann að sér það verðuga verkefni að leiða sóknarlínuna á Old Trafford. Það verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með þessu nýja sóknartríói; Cunha, Mbeumo og Sesko. Þá verður líka áhugavert að fylgjast með United á síðustu dögum leikmannagluggans, hvort það bætist fleiri spennandi leikmenn við hópinn og hvort það takist að selja Garnacho, Sancho og Antony.



Besta og versta mögulega niðurstaða: United hefur litið ágætlega út á undirbúningstímabilinu. Ef leikmenn fara að skilja pælingar Amorim meira og fara að tengja betur saman, þá er ekki útilokað að Man Utd blandi sér í Meistaradeildarbaráttuna. Ef allt fer á versta veg, þá endar liðið titlalaust og í kringum miðja deild. Þetta verður alltaf skárra en á síðasta tímabili, er það ekki annars?

Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Man Utd, 157 stig
9. Brighton, 144 stig
10. Nottingham Forest, 108 stig
11. Crystal Palace, 98 stig
12. Everton, 97 stig
13. Fulham, 93 stig
14. West Ham, 92 stig
15. Bournemouth, 85 stig
16. Brentford, 79 stig
17. Leeds, 53 stig
18. Wolves, 50 stig
19. Sunderland, 33 stig
20. Burnley, 22 stig
Athugasemdir
banner