fös 08.ágú 2025 14:00 Mynd: EPA |
|

Spáin fyrir enska: 7. sæti
Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.
Aston Villa er spáð sjöunda sæti í þessari spá, sem er einu sæti neðar en liðið endaði í á síðustu leiktíð.
Aston Villa hefur á síðustu árum orðið eitt áhugaverðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir að liðið náði stöðugleika í kjölfarið á endurkomu sinni í deildina hefur það stigið stöðug skref upp á við; komist í efri hluta töflunnar og jafnvel tekið þátt í Evrópukeppnum, þar á meðal Meistaradeildinni. Leikstíllinn hefur þróast í kraftmikinn og aðlaðandi fótbolta, byggðan á sterkri liðsheild og taktískri framþróun undir stjórn Unai Emery. Utan vallar hefur félagið einbeitt sér að uppbyggingu til framtíðar. Æfingasvæðið Bodymoor Heath hefur verið bætt verulega og akademían styrkt. Þessar aðgerðir hafa skapað traustan grunn fyrir langtímamarkmið félagsins og aukið möguleika þess til að vera í fremstu röð.
Þegar 2025–26 tímabilið nálgast er kraftur í herbúðum Villa, þó fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar hafi haldið aftur af þeim á leikmannamarkaðnum. Talið er að félagið vilji styrkja liðið á lykilstöðum – hugsanlega með skapandi miðjumanni eða varnarmanni. Stærstu kaupin hingað til komu fyrr í dag þegar sóknarmaðurinn Evann Guessand var keyptur frá Nice í Frakklandi. Þessi 24 ára Fílabeinsstrendingur er keyptur á 26 milljónir punda en sú upphæð gæti hækkað upp í rúmlega 30 milljónir eftir ákvæðum, en hann var valinn leikmaður ársins hjá Nice á síðasta tímabili. Hann kemur með aukna breidd í sóknarleik Aston Villa en Ollie Watkins var eini náttúrulegi 'strækerinn' í hópnum hjá Unai Emery.
Aston Villa hefur verið að reyna að finna leiðir til að auka svigrúm sitt á leikmannamarkaðnum og spurning hvort að fleiri leikmenn detti inn á næstu vikum. Hópurinn er áfram mjög sterkur og þeir eru með einn færasta stjórann í deildinni. Aston Villa horfir til tímabilsins 2025–26 með skýr markmið: að tryggja sér öruggt Evrópusæti, og ef vel tekst til, jafnvel Meistaradeildarsæti. Það er líka möguleiki á Evróputitli í gegnum Evrópudeildina og það væri býsna skemmtilegt fyrir stuðningsmennina á Villa Park ef það myndi takast upp. Það er ekki langt síðan Aston Villa var í næst efstu deild en félagið hefur núna fest sig í sessi sem einn af stóru strákunum í deildinni í ljósi þess að margar stórar ákvarðanir hafa gengið upp á síðustu árum.
Stjórinn: Unai Emery er spænskur stjóri sem hefur skapað sér nafn sem einn af færustu stjórum Evrópuboltans. Hann hóf þjálfaraferil sinn hjá Lorca Deportivo og Almería áður en hann tók við Valencia þar sem hann kom liðinu stöðugt í Meistaradeildina þrátt fyrir takmarkað fjármagn. Emery náði einstakri velgengni með Sevilla, þar sem hann vann Evrópudeildina þrjú ár í röð (2014–2016), og fór síðar til Paris Saint-Germain þar sem hann vann deildarmeistaratitil og bikarkeppnina tvsivar, þó dvölin þar hafi ekki verið átakalaus. Eftir stuttan tíma hjá Arsenal, þar sem hann kom Lundúnafélaginu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, tók hann við Villarreal og vann Evrópudeildina árið 2021 með sögulegum sigri á Manchester United. Hann tók við Aston Villa árið 2022 og það var stór yfirlýsing fyrir félagið sem hafði þá verið að ströggla í neðri helmingi ensku úrvalsdeildarinnar. Hann endurvakti liðið og hefur leitt það í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar og inn Evrópukeppnir, þar sem hans skipulagða og agaða leikplan hefur skilað liðinu bæði stöðugleika og metnaði. Hann er skemmtilegur karakter sem er þó með miklar kröfur á að ná árangri.
Leikmannaglugginn: Eins og áður segir þá hafa PSR fjármálareglur ensku úrvalsdeildarinnar haft mikil áhrif á Aston Villa í leikmannaglugganum og félagið hefur ekki náð að styrkja sig eins og það hefði viljað. Það er alveg nokkuð augljóst þó hópurinn sé áfram sterkur.
Komnir:
Evann Guessand frá Nice - 26 milljónir punda
Modou Kéba Cissé frá LASK - 4 milljónir punda
Marco Bizot frá Brest - Óuppgefið kaupverð
Yasin Ozcan frá Kasimpasa - Óuppgefið kaupverð
Farnir:
Kaine Kesler-Hayden til Coventry - 3,5 milljónir punda
Yasin Ozcan til Anderlecht - Á láni
Marcus Rashford til Barcelona - Var á láni
Louie Barry til Sheffield United - Á láni
Enzo Barrenechea til Benfica - Á láni
Kosta Nedeljkovic til RB Leipzig - Á láni
Philippe Coutinho til Vasco de Gama - Óuppgefið kaupverð
Kortney Hause - Samningur rann út
Robin Olsen til Malmö - Á frjálsri sölu
Líklegt byrjunarlið
Þrír lykilmenn:
Ezri Konsa hefur verið grjótharður í vörninni hjá Aston Villa í mörg ár núna. Hann er rólegur á boltann og er virkilega góður í einn á einn vörn. Undir stjórn Emery hefur hann bætt sig mikið og er algjör leiðtogi í varnarlínu Villa. Hann og Pau Torres hafa myndað gott par í hjarta varnarinnar. Hann er líka snöggur og frábær í að lesa leikinn sem gerir Villa kleift að spila með varnarlínu sína hátt upp á vellinum.
Your Tielemans er miðjumaður sem er með einhvern veginn allan pakkann í sínum leik. Hann er góður varnarlega og enn betri sóknarlega. Er afar mikilvægur í fótboltanum hjá Emery. Belgískur landsliðsmaður sem kom frá Leicester sumarið 2023 og hefur síðan þá spilað 99 leiki fyrir Aston og skorað í þeim átta mörk.
Ollie Watkins var aðeins og inn út úr liðinu á síðasta tímabili en hann er klárlega lykilmaður hjá Villa. Það var augljóst þegar Manchester United bankaði á dyrnar og spurðist fyrir um hann. Svarið var bara að hann væri einfaldlega ekki til sölu. Watkins er einn besti sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur skorað yfir tíu mörk á öllum fimm tímabilum sínum hjá Aston Villa til þessa.
Fylgist með: Staða markvarðarins Emi Martinez er áhugaverð fyrir komandi keppnistímabil. Villa krækti í hollenska markvörðinn Marco Bizot í sumar og hann á að veita Martinez samkeppni, meiri samkeppni en hann hefur fengið áður. Martinez er samningsbundin Villa til 2029 en það hefur verið rætt um það í enskum fjölmiðlum að Villa sé tilbúið að selja hann fyrir rétt verð, eða um 40 milljónir punda. Martinez hefur verið með betri markvörðum heims undanfarin ár en hann er 32 ára gamall. Manchester United er sagt hafa áhuga á honum og það eru fleiri félög að fylgjast með gangi mála hjá argentínska landsliðsmarkverðinum sem gæti farið í leit að nýrri áskorun. Þá er Morgan Rogers leikmaður sem er ótrúlega gaman að fylgjast með á vellinum. Gríðarlega leikinn og hraður kantmaður sem blómstraði á síðasta tímabili. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann muni taka næstu skref á komandi tímabili og verða enn betri. Hann hefur burði til þess að verða illviðráðanlegur fyrir varnarmenn deildarinnar.
Besta og versta mögulega niðurstaða: Besta niðurstaðan fyrir Villa er að liðið endi í topp fjórum, eða fimm, og komist aftur í Meistaradeildina eftir að hafa ekki tekist það á síðasta tímabili. Meistaradeildarkvöldin á Villa Park voru mjög skemmtileg. Félagaskiptaglugginn hjá Villa er hingað til ekkert að kveikja í manni og ef allt fer á versta veg, þá verður liðið í kringum miðja deild.
Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Aston Villa, 169 stig
8. Man Utd, 157 stig
9. Brighton, 144 stig
10. Nottingham Forest, 108 stig
11. Crystal Palace, 98 stig
12. Everton, 97 stig
13. Fulham, 93 stig
14. West Ham, 92 stig
15. Bournemouth, 85 stig
16. Brentford, 79 stig
17. Leeds, 53 stig
18. Wolves, 50 stig
19. Sunderland, 33 stig
20. Burnley, 22 stig
Þegar 2025–26 tímabilið nálgast er kraftur í herbúðum Villa, þó fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar hafi haldið aftur af þeim á leikmannamarkaðnum. Talið er að félagið vilji styrkja liðið á lykilstöðum – hugsanlega með skapandi miðjumanni eða varnarmanni. Stærstu kaupin hingað til komu fyrr í dag þegar sóknarmaðurinn Evann Guessand var keyptur frá Nice í Frakklandi. Þessi 24 ára Fílabeinsstrendingur er keyptur á 26 milljónir punda en sú upphæð gæti hækkað upp í rúmlega 30 milljónir eftir ákvæðum, en hann var valinn leikmaður ársins hjá Nice á síðasta tímabili. Hann kemur með aukna breidd í sóknarleik Aston Villa en Ollie Watkins var eini náttúrulegi 'strækerinn' í hópnum hjá Unai Emery.
Aston Villa hefur verið að reyna að finna leiðir til að auka svigrúm sitt á leikmannamarkaðnum og spurning hvort að fleiri leikmenn detti inn á næstu vikum. Hópurinn er áfram mjög sterkur og þeir eru með einn færasta stjórann í deildinni. Aston Villa horfir til tímabilsins 2025–26 með skýr markmið: að tryggja sér öruggt Evrópusæti, og ef vel tekst til, jafnvel Meistaradeildarsæti. Það er líka möguleiki á Evróputitli í gegnum Evrópudeildina og það væri býsna skemmtilegt fyrir stuðningsmennina á Villa Park ef það myndi takast upp. Það er ekki langt síðan Aston Villa var í næst efstu deild en félagið hefur núna fest sig í sessi sem einn af stóru strákunum í deildinni í ljósi þess að margar stórar ákvarðanir hafa gengið upp á síðustu árum.
European football — AGAIN ???? pic.twitter.com/C6pfuwOhe0
— Aston Villa (@AVFCOfficial) May 10, 2025
Stjórinn: Unai Emery er spænskur stjóri sem hefur skapað sér nafn sem einn af færustu stjórum Evrópuboltans. Hann hóf þjálfaraferil sinn hjá Lorca Deportivo og Almería áður en hann tók við Valencia þar sem hann kom liðinu stöðugt í Meistaradeildina þrátt fyrir takmarkað fjármagn. Emery náði einstakri velgengni með Sevilla, þar sem hann vann Evrópudeildina þrjú ár í röð (2014–2016), og fór síðar til Paris Saint-Germain þar sem hann vann deildarmeistaratitil og bikarkeppnina tvsivar, þó dvölin þar hafi ekki verið átakalaus. Eftir stuttan tíma hjá Arsenal, þar sem hann kom Lundúnafélaginu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, tók hann við Villarreal og vann Evrópudeildina árið 2021 með sögulegum sigri á Manchester United. Hann tók við Aston Villa árið 2022 og það var stór yfirlýsing fyrir félagið sem hafði þá verið að ströggla í neðri helmingi ensku úrvalsdeildarinnar. Hann endurvakti liðið og hefur leitt það í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar og inn Evrópukeppnir, þar sem hans skipulagða og agaða leikplan hefur skilað liðinu bæði stöðugleika og metnaði. Hann er skemmtilegur karakter sem er þó með miklar kröfur á að ná árangri.
Leikmannaglugginn: Eins og áður segir þá hafa PSR fjármálareglur ensku úrvalsdeildarinnar haft mikil áhrif á Aston Villa í leikmannaglugganum og félagið hefur ekki náð að styrkja sig eins og það hefði viljað. Það er alveg nokkuð augljóst þó hópurinn sé áfram sterkur.
Komnir:
Evann Guessand frá Nice - 26 milljónir punda
Modou Kéba Cissé frá LASK - 4 milljónir punda
Marco Bizot frá Brest - Óuppgefið kaupverð
Yasin Ozcan frá Kasimpasa - Óuppgefið kaupverð
Farnir:
Kaine Kesler-Hayden til Coventry - 3,5 milljónir punda
Yasin Ozcan til Anderlecht - Á láni
Marcus Rashford til Barcelona - Var á láni
Louie Barry til Sheffield United - Á láni
Enzo Barrenechea til Benfica - Á láni
Kosta Nedeljkovic til RB Leipzig - Á láni
Philippe Coutinho til Vasco de Gama - Óuppgefið kaupverð
Kortney Hause - Samningur rann út
Robin Olsen til Malmö - Á frjálsri sölu
Líklegt byrjunarlið

Þrír lykilmenn:
Ezri Konsa hefur verið grjótharður í vörninni hjá Aston Villa í mörg ár núna. Hann er rólegur á boltann og er virkilega góður í einn á einn vörn. Undir stjórn Emery hefur hann bætt sig mikið og er algjör leiðtogi í varnarlínu Villa. Hann og Pau Torres hafa myndað gott par í hjarta varnarinnar. Hann er líka snöggur og frábær í að lesa leikinn sem gerir Villa kleift að spila með varnarlínu sína hátt upp á vellinum.
Your Tielemans er miðjumaður sem er með einhvern veginn allan pakkann í sínum leik. Hann er góður varnarlega og enn betri sóknarlega. Er afar mikilvægur í fótboltanum hjá Emery. Belgískur landsliðsmaður sem kom frá Leicester sumarið 2023 og hefur síðan þá spilað 99 leiki fyrir Aston og skorað í þeim átta mörk.
Ollie Watkins var aðeins og inn út úr liðinu á síðasta tímabili en hann er klárlega lykilmaður hjá Villa. Það var augljóst þegar Manchester United bankaði á dyrnar og spurðist fyrir um hann. Svarið var bara að hann væri einfaldlega ekki til sölu. Watkins er einn besti sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur skorað yfir tíu mörk á öllum fimm tímabilum sínum hjá Aston Villa til þessa.
Aston Villa consider Ollie Watkins not for sale amid interest from Manchester United ???? pic.twitter.com/GHdip6hZIc
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 24, 2025
Fylgist með: Staða markvarðarins Emi Martinez er áhugaverð fyrir komandi keppnistímabil. Villa krækti í hollenska markvörðinn Marco Bizot í sumar og hann á að veita Martinez samkeppni, meiri samkeppni en hann hefur fengið áður. Martinez er samningsbundin Villa til 2029 en það hefur verið rætt um það í enskum fjölmiðlum að Villa sé tilbúið að selja hann fyrir rétt verð, eða um 40 milljónir punda. Martinez hefur verið með betri markvörðum heims undanfarin ár en hann er 32 ára gamall. Manchester United er sagt hafa áhuga á honum og það eru fleiri félög að fylgjast með gangi mála hjá argentínska landsliðsmarkverðinum sem gæti farið í leit að nýrri áskorun. Þá er Morgan Rogers leikmaður sem er ótrúlega gaman að fylgjast með á vellinum. Gríðarlega leikinn og hraður kantmaður sem blómstraði á síðasta tímabili. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann muni taka næstu skref á komandi tímabili og verða enn betri. Hann hefur burði til þess að verða illviðráðanlegur fyrir varnarmenn deildarinnar.
Besta og versta mögulega niðurstaða: Besta niðurstaðan fyrir Villa er að liðið endi í topp fjórum, eða fimm, og komist aftur í Meistaradeildina eftir að hafa ekki tekist það á síðasta tímabili. Meistaradeildarkvöldin á Villa Park voru mjög skemmtileg. Félagaskiptaglugginn hjá Villa er hingað til ekkert að kveikja í manni og ef allt fer á versta veg, þá verður liðið í kringum miðja deild.
Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Aston Villa, 169 stig
8. Man Utd, 157 stig
9. Brighton, 144 stig
10. Nottingham Forest, 108 stig
11. Crystal Palace, 98 stig
12. Everton, 97 stig
13. Fulham, 93 stig
14. West Ham, 92 stig
15. Bournemouth, 85 stig
16. Brentford, 79 stig
17. Leeds, 53 stig
18. Wolves, 50 stig
19. Sunderland, 33 stig
20. Burnley, 22 stig
Athugasemdir