Enski úrvalsdeildardómarinn Stuart Attwell verður í VAR herberginu þegar Breiðablik mætir Zrinjski Mostar frá Bosníu í forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun.
Þetta verður fyrri leikur liðanna en hann fer fram í Bosníu.
Þetta verður fyrri leikur liðanna en hann fer fram í Bosníu.
Dómarateymið kemur frá Albaníu en Atwell stýrir umferðinni í VAR herberginu.
Enskir dómarar hafa fengið það orðspor á sig að vera ekki sérlega góðir VAR-dómarar en það er vonandi að Atwell standi sig vel á morgun.
Atwell kemur svo til með að vera með flautuna þegar enska úrvalsdeildin fer af stað í næstu viku.
Athugasemdir