Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Darwin Nunez samþykkir að ganga til liðs við Al Hilal
Mynd: EPA
Darwin Nunez er á leið til Al Hilal í Sádi-Arabíu frá Liverpool.

Fabrizio Romano greindi frá því í morgun að Al Hilal og Liverpool hafi komist að samkomulagi um kaupverð. Hann segir að grunnverðið verði 53 milljónir evra en sú upphæð gæti svo hækkað umtalsvert eftir ákvæðum.

Al Hilal fór í viðræður við Nunez í kjölfarið og Romano segir að samkomulag sé nú í höfn og hann er á leið í læknisskoðun.

Simone Inzaghi nýráðinn stjóri Al Hilal hafði mikinn áhuga á að fá hann til liðs við félagið. Nunez skoraði aðeins sjö mörk í öllum keppnum fyrir Liverpool á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner