Patrick Pedersen (Valur)
Daninn Patrick Pedersen er að sjálfsögðu leikmaður umferðarinnar eftir að hafa skorað tvívegis gegn ÍA í Bestu deildinni en með fyrra marki sínu bætti hann markamet efstu deildar á Íslandi.
Hann hefur nú skorað 133 mörk en goðsögnin Tryggvi Guðmundsson átti metið áður, 131 mark. Það mátti svo sannarlega búast við því að metið myndi falla á Akranesi á þriðjudag en Patrick er með 19 mörk í 19 leikjum gegn ÍA í öllum keppnum.
Hann hefur nú skorað 133 mörk en goðsögnin Tryggvi Guðmundsson átti metið áður, 131 mark. Það mátti svo sannarlega búast við því að metið myndi falla á Akranesi á þriðjudag en Patrick er með 19 mörk í 19 leikjum gegn ÍA í öllum keppnum.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 2 Valur
Tilfinningin fyrir danska sóknarmanninn eftir leikinn var þó súrsæt því Valur tapaði niður tveggja marka forskoti og 2-2 enduðu leikar þar sem ÍA jafnaði með skrautlegu marki í blálokin.
Patrick kom fyrst hingað til lands árið 2013 og hefur allan sinn feril hér á landi spilað á Hlíðarenda. Vísir gerði skemmtilega samantekt á mörkunum sem hann hefur skorað hér á landi og þar á meðal er mörkunum skipt eftir tímabilum.
Mörk eftir tímabilum
2013 - 5 mörk (9 leikir)
2014 - 6 mörk (13 leikir)
2015 - 13 mörk (20 leikir)
2017 - 6 mörk (9 leikir)
2018 - 17 mörk (21 leikur)
2019 - 8 mörk (11 leikir)
2020 - 15 mörk (17 leikir)
2021 - 9 mörk (21 leikur)
2022 - 8 mörk (22 leikir)
2023 - 12 mörk (19 leikir)
2024 - 17 mörk (27 leikir)
2025 - 17 mörk (17 leikir)
Leikmenn umferðarinnar:
16. umferð - Frederik Schram (Valur)
15. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
14. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
13. umferð - Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
12. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
11. umferð - Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
10. umferð - Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
9. umferð - Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
8. umferð - Jakob Byström (Fram)
7. umferð - Kjartan Kári Halldórsson (FH)
6. umferð - Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
5. umferð - Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
4. umferð - Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
3. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Athugasemdir