Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. apríl 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ef Sterling er að plana brottför þá er næsta stopp ekki Liverpool"
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Sterling og Joe Gomez lenti saman þegar Manchester City og Liverpool áttust við á Anfield á nóvember síðastliðnum.
Sterling og Joe Gomez lenti saman þegar Manchester City og Liverpool áttust við á Anfield á nóvember síðastliðnum.
Mynd: Getty Images
Sterling fór til Manchester City 2015 fyrir 49 milljónir punda.
Sterling fór til Manchester City 2015 fyrir 49 milljónir punda.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling og umboðsmenn á hans snærum hafa undanfarna daga ýjað að endurkomu til Liverpool.

James Pearce, blaðamaður um Liverpool fyrir The Athletic segir engar líkur á að það verði að veruleika.

Það byrjaði allt saman þegar Sterling svaraði spurningum aðdáenda sinna á Instagram. Hann svaraði þá spurningu um Liverpool með því að segja: „Ég elska Liverpool og Liverpool verður alltaf í mínu hjarta. Það er félag sem gerði mikið fyrir mig þegar ég var að alast upp."

Franska dagblaðið L’Equipe var svo með grein um mögulega endurkomu Sterling til Liverpool. Franska blaðið vitnaði þar í einn af umboðsmönnum Sterling sem sagði: „Jafnvel þó að Raheem sé með sterka tenginu við Manchester City, þá er hann ekki búinn að gleyma Liverpool því þar varð hann að þeim einstaklingi og leikmanni sem hann er í dag. Það var auðvitað umdeilt hvernig hann fór frá félaginu en tíminn hefur liðið og allt er mögulegt."

Pearce segir að engar líkur séu á því að Sterling fari aftur til Liverpool, þar sem hann lék frá 2010 til 2015, áður en hann fór til Manchester City fyrir 49 milljónir punda.

Fjölmiðlamaðurinn segir að það séu meiri líkur á því að Lord Lucan komi inn á Anfield á hestinum Shergar. Fyrir þá sem ekki vita þá var Lord Lucan, eða Richard John Bingham eins og hann hét fullu nafni, maður frá Bretlandi sem hvar árið 1974 eftir að hann var grunaður um morð. Hann hefur ekki fundist síðan. Shergar var veðhlaupahestur sem var rænt árið 1983, en ekkert hefur bólað á honum síðan.

Pearce segir það sem sagt líklegra að Lord Lucan mæti á Anfield á hestinum Shergar en að Sterling snúi aftur í treyju Liverpool í náinni framtíð.

Hann segir nokkrar ástæður fyrir þessu. Hinn 25 ára gamli Sterling á enn þrjú ár eftir af samningi sínum hjá Manchester City þar sem hann fær 300 þúsund pund í viku. Hann er metinn 150 milljónir punda og ólíklegt er að City íhugi það að selja Sterling til sinna helstu keppinauta á Englandi. Og jafnvel þó að City myndi íhuga tilboð þá myndi Liverpool ekki hafa áhuga á að eyða slíkjum fjárhæðum.

„Þú bætir ekki félagsmet þitt á leikmannamarkaðnum fyrir leikmann sem kemst ekki í byrjunarliðið þitt," skrifar Pearce.

Sögusagnir hafa verið um framtíð Sadio Mane, en forráðamenn Liverpool trúa því að Senegalinn sé ánægður hjá félaginu og sjái framtíð sína þar.

Það væri erfitt að selja stuðningsmönnum Liverpool endurkomu Sterling til félagsins. Stuðningsmenn voru ekki ánægðir með það hversu mikið Sterling ýtti á það að komast til Manchester City á sínum tíma. Hann hefur ávallt talað um að hann vildi fara til City til að vinna titla og taka þátt í Meistaradeildinni, en stuðningsmenn Liverpool hafa ávallt sungið: „gráðugi andskotinn þinn," um Sterling. Þá er einnig ávallt baulað á hann þegar hann mætir á Anfield.

Baulið hafði áhrif á hann síðast þegar hann spilaði á Anfield, í leik sem endaði 3-1 fyrir Liverpool í nóvember síðastliðnum. Hann lenti saman við Joe Gomez í leiknum og lenti þeim síðan saman í landsliðsverkefni nokkrum dögum síðar.

Bæði Liverpool og Sterling hafa blómstrað frá því að leiðir skildu, en endurkoma er ekki í vændum.

„Ef að Sterling og fólk náið honum er að plana brottför þá verður næsta stopp ekki Liverpool," skrifar Pearce, en grein hans má lesa í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner