Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   lau 01. júní 2019 19:23
Mist Rúnarsdóttir
Cecilía Rán: Þetta er bara fyrsta skrefið
Kvenaboltinn
Cecilía hélt hreinu gegn bikarmeisturum Breiðabliks
Cecilía hélt hreinu gegn bikarmeisturum Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Þetta er geggjuð tilfinning. Við vorum svolítið stressaðar í endann því dómarinn bætti svo miklu við en við sigldum þessu heim,“ sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis og maður leiksins þegar Fylkir sigraði ríkjandi bikarmeistara Breiðabliks 1-0.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  0 Breiðablik

„Við vissum allan daginn að við værum að fara að taka þær,“ sagði Cecilía og hrósaði þjálfurum sínum fyrir að hafa sett leikinn vel upp.

„Það er bara skemmtilegt að vinna þennan leik. Þjálfararnir voru búnir að undirbúa okkur vel.“

Sjálf átti Cecilía stóran þátt í sigrinum. Hélt hreinu gegn einu skæðasta sóknarliði landsins en hún vildi lítið gera úr eigin frammistöðu.

„Þetta var liðsheildarsigur,“ sagði Cecilía en hún var valin maður leiksins, bæði á Fótbolta.net og einnig af liðsfélögum sínum í Fylki. Fyrir vikið mætti hún með tígrisdýrabangsa í viðtalið.

„Þetta er fyrir mann leiksins. Þá fær maður svona flott lukkudýr sem maður fær að fara með heim til sín,“ sagði Cecilía létt.

Aðspurð um óskamótherja í 8-liða úrslitum segist markmanninum vera nokkuð sama. Fylkisliðið sé tilbúið að mæta hverjum sem er.

„Við viljum náttúrulega fara alla leið og þetta er bara fyrsta skrefið í því.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner