Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 01. júní 2019 19:23
Mist Rúnarsdóttir
Cecilía Rán: Þetta er bara fyrsta skrefið
Kvenaboltinn
Cecilía hélt hreinu gegn bikarmeisturum Breiðabliks
Cecilía hélt hreinu gegn bikarmeisturum Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Þetta er geggjuð tilfinning. Við vorum svolítið stressaðar í endann því dómarinn bætti svo miklu við en við sigldum þessu heim,“ sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis og maður leiksins þegar Fylkir sigraði ríkjandi bikarmeistara Breiðabliks 1-0.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  0 Breiðablik

„Við vissum allan daginn að við værum að fara að taka þær,“ sagði Cecilía og hrósaði þjálfurum sínum fyrir að hafa sett leikinn vel upp.

„Það er bara skemmtilegt að vinna þennan leik. Þjálfararnir voru búnir að undirbúa okkur vel.“

Sjálf átti Cecilía stóran þátt í sigrinum. Hélt hreinu gegn einu skæðasta sóknarliði landsins en hún vildi lítið gera úr eigin frammistöðu.

„Þetta var liðsheildarsigur,“ sagði Cecilía en hún var valin maður leiksins, bæði á Fótbolta.net og einnig af liðsfélögum sínum í Fylki. Fyrir vikið mætti hún með tígrisdýrabangsa í viðtalið.

„Þetta er fyrir mann leiksins. Þá fær maður svona flott lukkudýr sem maður fær að fara með heim til sín,“ sagði Cecilía létt.

Aðspurð um óskamótherja í 8-liða úrslitum segist markmanninum vera nokkuð sama. Fylkisliðið sé tilbúið að mæta hverjum sem er.

„Við viljum náttúrulega fara alla leið og þetta er bara fyrsta skrefið í því.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner