Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 01. júní 2019 19:23
Mist Rúnarsdóttir
Cecilía Rán: Þetta er bara fyrsta skrefið
Kvenaboltinn
Cecilía hélt hreinu gegn bikarmeisturum Breiðabliks
Cecilía hélt hreinu gegn bikarmeisturum Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Þetta er geggjuð tilfinning. Við vorum svolítið stressaðar í endann því dómarinn bætti svo miklu við en við sigldum þessu heim,“ sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis og maður leiksins þegar Fylkir sigraði ríkjandi bikarmeistara Breiðabliks 1-0.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  0 Breiðablik

„Við vissum allan daginn að við værum að fara að taka þær,“ sagði Cecilía og hrósaði þjálfurum sínum fyrir að hafa sett leikinn vel upp.

„Það er bara skemmtilegt að vinna þennan leik. Þjálfararnir voru búnir að undirbúa okkur vel.“

Sjálf átti Cecilía stóran þátt í sigrinum. Hélt hreinu gegn einu skæðasta sóknarliði landsins en hún vildi lítið gera úr eigin frammistöðu.

„Þetta var liðsheildarsigur,“ sagði Cecilía en hún var valin maður leiksins, bæði á Fótbolta.net og einnig af liðsfélögum sínum í Fylki. Fyrir vikið mætti hún með tígrisdýrabangsa í viðtalið.

„Þetta er fyrir mann leiksins. Þá fær maður svona flott lukkudýr sem maður fær að fara með heim til sín,“ sagði Cecilía létt.

Aðspurð um óskamótherja í 8-liða úrslitum segist markmanninum vera nokkuð sama. Fylkisliðið sé tilbúið að mæta hverjum sem er.

„Við viljum náttúrulega fara alla leið og þetta er bara fyrsta skrefið í því.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner