Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 01. júní 2019 19:23
Mist Rúnarsdóttir
Cecilía Rán: Þetta er bara fyrsta skrefið
Kvenaboltinn
Cecilía hélt hreinu gegn bikarmeisturum Breiðabliks
Cecilía hélt hreinu gegn bikarmeisturum Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Þetta er geggjuð tilfinning. Við vorum svolítið stressaðar í endann því dómarinn bætti svo miklu við en við sigldum þessu heim,“ sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis og maður leiksins þegar Fylkir sigraði ríkjandi bikarmeistara Breiðabliks 1-0.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  0 Breiðablik

„Við vissum allan daginn að við værum að fara að taka þær,“ sagði Cecilía og hrósaði þjálfurum sínum fyrir að hafa sett leikinn vel upp.

„Það er bara skemmtilegt að vinna þennan leik. Þjálfararnir voru búnir að undirbúa okkur vel.“

Sjálf átti Cecilía stóran þátt í sigrinum. Hélt hreinu gegn einu skæðasta sóknarliði landsins en hún vildi lítið gera úr eigin frammistöðu.

„Þetta var liðsheildarsigur,“ sagði Cecilía en hún var valin maður leiksins, bæði á Fótbolta.net og einnig af liðsfélögum sínum í Fylki. Fyrir vikið mætti hún með tígrisdýrabangsa í viðtalið.

„Þetta er fyrir mann leiksins. Þá fær maður svona flott lukkudýr sem maður fær að fara með heim til sín,“ sagði Cecilía létt.

Aðspurð um óskamótherja í 8-liða úrslitum segist markmanninum vera nokkuð sama. Fylkisliðið sé tilbúið að mæta hverjum sem er.

„Við viljum náttúrulega fara alla leið og þetta er bara fyrsta skrefið í því.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir