Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 01. júlí 2014 21:50
Arnar Daði Arnarsson
Þórður Jens: Börðumst fyrir stiginu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Jensson þjálfari kvennaliðs FH í Pepsi-deild kvenna var ánægður með stigið sem liðið fékk á heimavelli gegn Val. 0-0 jafntefli staðreynd og fyrsta stig FH síðan í 2.umferð komið.

,,Ég er ánægður með stigið, ég er ánægður með framlag leikmanna. Við börðumst fyrir þessu stigi. Við þurftum á þessu stigi að halda. Að halda markinu hreinu var það fyrsta sem við hugsuðum um," sagði Þórður sem hefur ekki getað fagnað deildarmarki í síðustu fimm umferðum,

,,Við verðum að vera aðeins ákveðnari í okkar sóknaraðgerðum. Okkur vantar meiri greddu fram á við og inn í teignum. Við áttum nokkur tækifæri og eitt mark hefði verið mjög sætt."

,,Við vissum það alveg að við værum ekki með neinn framherja og það er hluti sem við erum að vinna í. Við reynum að spila öðruvísi útfrá því. Það er vissulega áhyggjuefni að við séum ekki að skora en á meðan liðið leggur sig fram eins og það gerði í dag og við höldum hreinu þá er ég sáttur," sagði Þórður sem segir að stefnt sé á að styrkja liðið þegar félagsskiptaglugginn opni.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner