Þórður Jensson þjálfari kvennaliðs FH í Pepsi-deild kvenna var ánægður með stigið sem liðið fékk á heimavelli gegn Val. 0-0 jafntefli staðreynd og fyrsta stig FH síðan í 2.umferð komið.
,,Ég er ánægður með stigið, ég er ánægður með framlag leikmanna. Við börðumst fyrir þessu stigi. Við þurftum á þessu stigi að halda. Að halda markinu hreinu var það fyrsta sem við hugsuðum um," sagði Þórður sem hefur ekki getað fagnað deildarmarki í síðustu fimm umferðum,
,,Við verðum að vera aðeins ákveðnari í okkar sóknaraðgerðum. Okkur vantar meiri greddu fram á við og inn í teignum. Við áttum nokkur tækifæri og eitt mark hefði verið mjög sætt."
,,Við vissum það alveg að við værum ekki með neinn framherja og það er hluti sem við erum að vinna í. Við reynum að spila öðruvísi útfrá því. Það er vissulega áhyggjuefni að við séum ekki að skora en á meðan liðið leggur sig fram eins og það gerði í dag og við höldum hreinu þá er ég sáttur," sagði Þórður sem segir að stefnt sé á að styrkja liðið þegar félagsskiptaglugginn opni.
Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir






















