Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 01. október 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Haraldur Freyr: Tókst að fá Magnús til okkar í þriðju tilraun
Haraldur Freyr Guðmundsson á hliðarlínunni.
Haraldur Freyr Guðmundsson á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Breytingarnar hjá okkur voru miklar á milli ára, en náðum þó að halda í ákveðinn kjarna og bæta við þeim leikmönnum sem við töldum að þyrfti að bæta við til að berjast um að komast upp um deild. Þeir þekkjast vel strákarnir og við náðum að búa til sterka liðsheild. Því má segja að lykillinn í þessum árangri okkar sé liðsheildin," segir Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Reynis í Sandgerði.

Reynismenn tryggðu sér sæti í 2. deild að ári með 3-1 sigri á gegn Álftanesi á heimavelli í gær. Reynir og KV hafa haft mikla yfirburði í 3. deildinni í sumar og eru bæði örugg upp þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni.

„Deildin var svipuð og ég átti von á, þó átti von á harðari keppni um efstu tvö sætin í deildinni en öll liðin voru að taka stig af hvor öðru fyrir utan kannski okkur og KV sem hafa sýnt mestan stöðuleika."

Haraldur er bjartsýnn á að Reynismenn geti gert góða hluti í 2. deildinni næsta sumar en þeir eru mættir aftur þangað eftir að hafa fallið árið 2014. „Já klárlega, allt í kringum klúbbinn er til fyrirmyndar hjá okkur, umgjörðin upp á 10 og mettnaðurinn er í takt við það."

Gamla kempan Magnús Sverrir Þorsteinsson er markahæstur í deildinni með fimmtán mörk en hann kom óvænt inn í lið Reynis í byrjun móts. Haraldur segir að markaskorun Magnúsar komi sér ekki á óvart.

„Alls ekki, ég átti nú reyndar von á fleiri mörkum frá honum, en við látum þetta duga þetta árið. Vonandi verða þau fleiri á næsta ári. Magnús kom vissulega óvænt til okkar þegar mótið var byrjað en þettta var þriðja árið sem ég reyndi að fá hann og loksins tókst það í þriðju tilraun og ég held að hann sjái ekki eftir því," sagði Haraldur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner