Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 01. nóvember 2024 20:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Freyja framlengir við Víking
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Freyja Stefánsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Víking sem gildir út tímabilið 2026.


Hún er aðeins 16 ára gömul en er orðin ansi reynslumikil. Hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í fyrra, nýorðin 15 ára, en alls hefur hún spilað 63 leiki og skorað 12 mörk fyrir félagið.

Hún innsiglaði 3-1 sigur liðsins í úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Breiðabliki í fyrra og spilaði 16 leiki þegar liðið vann Lengjudeildina. Hún kom við sögu í 21 leik Bestu deildinini og skoraði tvö mörk en hún skoraði markið gegn Þór/KA sem tryggði liðinu 3. sætið í sumar.

Hún hefur leikið 16 leiki og skorað tvö mörk fyrir yngri landslið Íslands.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner