Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 13:08
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Íslands: Óbreytt lið
Icelandair
Kemst Ísland á EM?
Kemst Ísland á EM?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Ungverjalandi í lokaleik sínum í undankeppni EM klukkan 14:30. Leikurinn er í beinni RÚV og í beinni textalýsingu á Fótbolti.net.

Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu

Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, velur sama byrjunarlið og í 3-1 sigrinum á Slóvakíu í síðustu viku.

Ljóst er að Ísland endar í öðru sæti riðilsins, en þau þrjú lið sem eru með bestan árangur í öðru sæti riðlakeppninnar komast beint áfram í lokakeppnina. Hin sex fara í umspil um þrjú laus sæti á EM.

Ungverjaland er í fjórða sæti riðilsins með sjö stig. Ísland vann fyrri viðureign liðanna 4-1.

Ísland gæti farið langt með að tryggja sér beint sæti á EM með sigri í dag en það skýrist þó ekki fyrr en fleiri úrslit liggja fyrir í kvöld eða jafnvel í febrúar þar sem einn riðill klárast þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner