Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 05:55
Victor Pálsson
Meistaradeildin í dag - Spennan magnast
Mynd: Getty Images
Það eru átta leikir á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í kvöld en fimmta umferð riðlakeppninnar fer af stað.

Það er enn spenna í mörgum riðlum og má nefna B-riðil þar sem Real Madrid og Shakhtar Donetsk mætast klukkan 17:55 í dag.

Borussia Monchengladbach er á toppi riðilsins fyrir þessa umferð en aðeins einu stigi á undan Real. Shakhtar situr svo í þriðja sætinu og getur jafnað þá spænsku að stigum með sigri.

Liverpool getur tryggt sér í 16-liða úrslitin seinna um kvöldið er liðið spilar við Ajax á heimavelli sínum Anfield.

Liverpool er með níu stig á toppi riðilsins en fyrir neðan eru Ajax og Atalanta en það síðarnefnda er með sjö stig líkt og þeir hollensku. Atalanta spilar við Midtjylland en með þeim leikur Mikael Anderson.

Fleiri hörkuleikir eru á dagskrá og má sjá þá hér fyrir neðan.

A-riðill:
17:55 Lokomotiv Moskva - Salzburg
20:00 Atletico Madrid - Bayern Munchen

B-riðill:
17:55 Shakhtar Donetsk - Real Madrid
20:00 Gladbach - Inter Milan

C-riðill:
20:00 Porto - Manchester City
20:00 Marseille - Olympiakos

D-riðill:
20:00 Atalanta - Midtjylland
20:00 Liverpool - Ajax

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner