Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. mars 2021 20:50
Aksentije Milisic
Chelsea fylgist með samningsmálum Donnarumma
Mynd: Getty Images
Chelsea er sagt vera fylgjast með samningsmálum hjá Gianluigi Donnarumma og AC Milan. Donnarumma á eftir einungis sex mánuði af núverandi samningi sínum hjá AC.

Fastlega er búist við því að hann framlengi við liðið en þar sem einungis örfáir mánuðir eru eftir af núverandi samningi, þá fylgist Chelsea grannt með gangi mála.

Donnarumma er í samningsviðræðum við AC Milan en ekkert er enn klappað og klárt. Chelsea er tilbúið til þess að reyna að fá þennan reynslumikla 22 ára gamla markvörð. Það myndi ýta undir það að félagið væri að reyna losa sig við Spánverjann Kepa Arrizabalaga.

Chelsea stefnir fyrst og fremst á það að kaupa nýjan miðvörð og nýjan sóknarmann fyrir næsta tímabil. Á síðustu tveimur árum hefur Chelsea samanlagt eytt 94 milljónum punda í markverði.

Kepa kostaði 72 milljónir punda og Edouard Mendy 22 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner