Valskonur unnu sannfærandi sigur á FH í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 0 - 4 Valur
„Ég er mjög sáttur, klárlega einn af okkar bestu leikjum í sumar. Við nálguðumst þennan leik þannig að við vissum að FH liðið eru góðar í fótbolta og þær eru góðar að færa liðið sitt. Mér fannst liðið mitt spila algjörlega frábærlega í dag við vorum fljótar að færa boltann á milli kanta þannig að ég er bara mjög glaður með frammistöðu minna leikmanna“.
Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona, var ekki á skýrslu eftir að hafa meiðst í síðasta leik Valsliðsins gegn Haukum.
„Hún er bara að jafna sig á sínum meiðslum, það er bara svoleiðis“.
Nú tekur við tveggja vikna leikjafrí í Pepsi-deild kvenna vegna landsleikja en Valur og FH mætast í fyrsta leik eftir hlé í deildinni.
„Núna kemur smá pása, við eigum FH-inga strax eftir frí og þær eru með hörkulið, gríðarlega vel skipulagðar og vel þjálfaðar og ég ber mikla virðingu fyrir FH liðinu og okkur hlakkar til að mæta þeim aftur“.
Athugasemdir






















