“Tilfinningin er mjög góð. Þetta var erfiður leikur. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik þannig að HK var verðskuldað yfir í hálfleik. En við gefumst ekki upp. Það er styrkur góðrar liðsheildar. Við klárum þessi þrjú stig og þau eru okkur mikilvæg.“ Sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkismanna eftir sigur gegn HK í Kórnum fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: HK 1 - 2 Fylkir
Sam Hewson kom inná í seinni hálfleik og setti mark sitt á leikinn. “Jú Sam er okkur mikilvægur leikmaður,eins og fleiri en þetta breyttist þegar við fórum í 3-5-2 á 60. Mínútu þegar við settum Óla niður og svo vorum við grimmir í föstum leikatriðum. Það er geggjað að sjá 38 ára leikmann skora og sýna enn og aftur hversu megnugur hann er.“
Þetta var annars sigur Fylkis í sumar. Aðspurður hvort leiðin lægi ekki bara upp núna svaraði Helgi:
“Jújú, við erum búnir að vera í erfiðu leikjaprógrammi eins og önnur lið og erum búnir að vera að gera jafntvefli við þessi bestu lið. Ef menn telja það slakt þá er það bara jákvætt hvernig menn líta á Fylki. En við þurfum að ná að vinna leiki í kringum þessi jafntefli. Það kom í dag.“
Það vakti athygli að hann hætti við að taka Castillion útaf þegar skiptingin virtist vera klár. “Ég ætlaði að taka Castillion útaf en hætti við það vegna þess að ég taldi að hann gæti nýst okkur þegar við værum að liggja á þeim.“
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir























