Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fös 02. júní 2023 00:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindavík
Aron Elí: Hann horfir á allan fótbolta í heiminum
Lengjudeildin
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það gekk helvíti vel í dag," sagði Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar, eftir sigur gegn Grindavík í Lengjudeildinni. „Þetta var mjög flott hjá okkur."

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  3 Afturelding

Aron Elí, sem er vinstri bakvörður, var maður leiksins en hann skoraði bæði og lagði upp.

Afturelding spilaði mjög flottan fótbolta í leiknum, voru að halda vel í boltann og var annað mark liðsins sérstaklega flott þar sem þeir héldu vel í boltann áður en þeir skoruðu. Er Afturelding að horfa á einhver lið út í heimi til þess að læra af?

„Nei, það er ekkert þannig. Maggi (þjálfari Aftureldingar) er þekktur fyrir að vera höfundurinn að þessu og hann horfir á allan fótbolta í heiminum. Hann vill kenna okkur á æfingum eitthvað sem hann sér. Við erum kannski eitthvað að stela af betri liðum og setja inn í okkar leik."

Afturelding er að berjast á toppnum en liðið er í öðru sæti með 13 stig eftir fimm leiki. Fjölnir er með jafnmörg stig fyrir ofan en betri markatölu. Bjóst Aron við því að þetta myndi ganga svona vel á þessu tímabili?

„Við erum að okkar mati búnir að spila lengi vel en kannski smá óheppnir með úrslitin. Við fengum þannig bita í glugganum í vetur... og að við erum að fá fleiri leikmenn inn fyrr. Það er margt að smella sem gerir okkur að betra liði. Við erum betri núna en við höfum verið. Það er mikið eftir og við sjáum hvað gerist," sagði Aron en markmiðið hjá liðinu er að komast upp í Bestu deildina.
Athugasemdir
banner
banner