Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 02. júní 2023 00:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindavík
Aron Elí: Hann horfir á allan fótbolta í heiminum
Lengjudeildin
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það gekk helvíti vel í dag," sagði Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar, eftir sigur gegn Grindavík í Lengjudeildinni. „Þetta var mjög flott hjá okkur."

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  3 Afturelding

Aron Elí, sem er vinstri bakvörður, var maður leiksins en hann skoraði bæði og lagði upp.

Afturelding spilaði mjög flottan fótbolta í leiknum, voru að halda vel í boltann og var annað mark liðsins sérstaklega flott þar sem þeir héldu vel í boltann áður en þeir skoruðu. Er Afturelding að horfa á einhver lið út í heimi til þess að læra af?

„Nei, það er ekkert þannig. Maggi (þjálfari Aftureldingar) er þekktur fyrir að vera höfundurinn að þessu og hann horfir á allan fótbolta í heiminum. Hann vill kenna okkur á æfingum eitthvað sem hann sér. Við erum kannski eitthvað að stela af betri liðum og setja inn í okkar leik."

Afturelding er að berjast á toppnum en liðið er í öðru sæti með 13 stig eftir fimm leiki. Fjölnir er með jafnmörg stig fyrir ofan en betri markatölu. Bjóst Aron við því að þetta myndi ganga svona vel á þessu tímabili?

„Við erum að okkar mati búnir að spila lengi vel en kannski smá óheppnir með úrslitin. Við fengum þannig bita í glugganum í vetur... og að við erum að fá fleiri leikmenn inn fyrr. Það er margt að smella sem gerir okkur að betra liði. Við erum betri núna en við höfum verið. Það er mikið eftir og við sjáum hvað gerist," sagði Aron en markmiðið hjá liðinu er að komast upp í Bestu deildina.
Athugasemdir
banner
banner