Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fim 02. júlí 2015 21:46
Arnar Daði Arnarsson
Ási Haralds: Það var einhver sápa í hönskunum
Ásmundur aðstoðarþjálfari Þróttar.
Ásmundur aðstoðarþjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari Þróttar var ánægður með stigin þrjú sem liðið sótti í Hafnarfjörðinn í kvöld. Þróttarar unnu þá Hauka 2-1 og halda áfram að safna stigum í bankann.

Liðið er því áfram á toppnum og eru í góðri stöðu þar eins og er.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Þróttur R.

„Við tókum þessi þrjú stig og þau telja mikið á þessum tímapunkti. Við byrjuðum mjög vel og í síðustu leikjum höfum við byrjað vel. Við náðum að skora tvö mörk en síðan dettum við frekar mikið til baka og missum tökin," sagði Ásmundur sem viðurkennir að Þróttarar hafi alls ekki átt góðan dag á vellinum í kvöld, þrátt fyrir sigur.

„Haukarnir komust vel inn í leikinn og spiluðu góðan fótbolta og fengu góð færi en við náðum að halda út. Einum færri síðustu 5-6 mínúturnar var þetta orðið frekar strembið. Þeir lágu á okkur og héldu boltanum betur en við gerðum. Það var erfitt að halda boltanum einum færri síðustu mínúturnar en við gerðum eins vel og við mögulega gátum."

Trausti markmaður Þróttara var í töluverðum erfiðleikum með að halda boltanum oft á tíðum í leiknum.

„Það var einhver sápa í hönskunum hjá honum á tímabili en hann kláraði það sem þurfti að klára," sagði Ási að lokum.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner