Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 02. ágúst 2021 14:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Friend gaf aðdáendum gult spjald í vináttuleik
Aston Villa mætti Bristol City í æfingaleik í gær. Villa vann 3-0.

Hinn 19 ára gamli Jaden Philogene-Bidace kom Villa yfir. Ezri Konsa og Ollie Watkins skoruðu sitt markið hvor.

Kevin Friend dæmdi leikinn en hann stal senunni þegar einhverjir aðdáendur í stúkunni fóru að skjóta á hann.

Hann tók þátt í fíflaganginum og endaði á því að veifa gula spjaldinu upp í stúku. Atvikið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner