Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fös 02. ágúst 2024 20:30
Sölvi Haraldsson
Ari Leifs, Mikael Neville og Valgeir Valgeirs unnu Íslendingaslagina
Mikael neville lagði upp gegn Sønderjyske í dag.
Mikael neville lagði upp gegn Sønderjyske í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari hélt hreinu í 1-0 sigri.
Ari hélt hreinu í 1-0 sigri.
Mynd: Kolding

Mikael Neville og félagar í AGF fóru illa með Kristal Mána og Atla Barkarson í Sønderjyske í dag þegar AGF vann sannfærandi 4-0 sigur.


Íslendingaslagir í Danmörku

Um er að ræða leik í 3. umferð í dönsku deildinni en þetta er fyrsti sigur AGF í deildinni í ár. Mikael Neville spilaði á miðsvæðinu allan leikinn og lagði upp annað mark leiksins rétt fyrir hálfleik á Tobias Bech.

Kristall Máni og Atli Barkar byrjaðu leikinn fyrir Sønderjyske. Kristall fór útaf þegar korter var eftir af venjulegum leiktíma en Atli spilaði allan leikinn. Sønderjyske er núna í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki.

Ari Leifsson spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar með Kolding IF í 1-0 sigri á Fredericia í dag. Um er að ræða annan Íslendingaslag en Daníel Freyr Kristjánsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Fredericia. Hann spilaði í vinstri bakverðinum og kom útaf á 82. mínútu leiksins.

Þetta var fyrsti sigur Kolding á leiktíðinni og einnig fyrsta tap Fredericia í deildinni. Kolding er í 4. sæti dönsku B deildarinnar, aðeins einu stigi á eftir Fredericia eftir sigurinn.

Einnig Íslendingaslagur í Svíþjóð

Það var einnig Íslendinga slagur í Svíþjóð þegar Adam Ingi Benediktsson og félagar í Östersund mættu Valgeiri Valgeirssyni og félögum í Örebro í dag á heimavelli Örebro. Heimamenn unnu sannfærandi 4-1 sigur á Östersund eftir að hafa lent undir. 

Adam Ingi varði vítaspyrnu á 33. mínútu frá Kalle Holmbert sem fylgdi svo eftir og jafnaði metinn. Holmberg skoraði svo úr vítaspyrnu í seinni hálfleiknum.

Hálfleikstölur voru 1-1 en í byrjun seinni hálfleiks fékk leikmaður Östersund að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það þótti mikið högg fyrir Östersund enda töpuðu þeir seinni hálfleiknum 3-0 og leiknum sjálfum 4-1.

Arnór Sigurðsson kom svo inn á í hálfleik í 1-0 sigri á Stockport County í æfingarleik í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner