Man Utd borgar Sporting bætur - Rafael Leao orðaður við Barcelona - Kerkez á blaði Liverpool
   mán 02. október 2023 19:41
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool krefst þess að fá hljóðupptöku frá dómarasambandinu
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Liverpool sendi kröfu á enska dómarasambandið í dag um að fá að heyra hljóðupptökur dómarateymisins frá 2-1 tapi Liverpool á útivelli gegn Tottenham um helgina.

Luis Díaz, kantmaður Liverpool, setti boltann í netið í leiknum en markið var ekki dæmt gilt vegna rangstöðu. Atvikið var sent til VAR-herbergisins til skoðunar, en Darren England, VAR dómari leiksins, misskildi aðstæður herfilega og staðfesti óvart rangan dóm.

Liverpool sendi frá sér harðorða yfirlýsingu eftir leikinn þar sem stjórnendur furðuðu sig á ýmislegu, til dæmis hvers vegna það hafi tekið svo stuttan tíma fyrir VAR-herbergið að taka þessa ákvörðun.

Dómarasambandið viðurkenndi mistökin og baðst afsökunar, en Liverpool telur það ekki nægja og er að skoða hversu langt félagið getur farið með þetta mál.

Þess vegna hefur Liverpool beðið um upptökur frá samskiptum dómara í tapinu.

Dómarasambandið hefur birt sex hljóðupptökur eftir hin ýmsu vafamál það sem af er tímabils og gæti þetta því orðið sjöunda upptakan.

   02.10.2023 12:52
Segja að upptakan af misskilningnum ótrúlega verði birt

Athugasemdir
banner
banner
banner