Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 02. desember 2021 10:20
Brynjar Ingi Erluson
„Þetta er alveg þarna í hausnum á manni"
Arna SIf Ásgrímsdóttir
Arna SIf Ásgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna spilaði síðasta landsleik í í Algarve-mótinu í mars fyrir fjórum árum
Arna spilaði síðasta landsleik í í Algarve-mótinu í mars fyrir fjórum árum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er alveg þarna í hausnum á manni en eins og þetta er búið að vera núna. Við erum með fimm eða sex hafsenta í hóp og allar ógeðslega góðar og hann hefur talað um að þetta er samkeppni," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, nýr leikmaður Vals, um möguleikann á því að komast með á Evrópumótið á næsta ári en hún segist þó aðeins geta stjórnað því sem hún gerir á vellinum.

Arna Sif er 29 ára gömul og með reyndustu varnarmönnum landsins en hún gekk í raðir Vals á dögunum frá Þór/KA og gerði tveggja ára samning.

Hún á tólf landsleiki að baki fyrir A-landsliðið og var þá síðast í hóp í mars árið 2019 er hún kom inn í liðið stað Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur.

Samkeppnin er gríðarleg í vörninni en hún er þó á meðal þeirra leikmanna sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, er með í huga fyrir næstu verkefni.

„Ég get talið upp nokkra leikmenn sem hafa verið virkilega góðar að undanförnu. Ásta Árna [Ásta Eir Árnadóttir] er komin til baka eftir barnsburð, Fanndís Friðriksdóttir er líka komin til baka eftir barnsburð - það er spurning hvort maður kíki á þær einhvern tímann ef þær halda áfram að banka á dyrnar. Svo getum við talað um Mist [Edvardsdóttur], Örnu Sif [Ásgrímsdóttur]- það er slatti af leikmönnum sem ég hef ekki valið hingað til," sagði Þorsteinn við Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði.

Mun láta sig dreyma

Félagaskipti hennar í Val mun hiklaust auka möguleika hennar á landsliðssæti en hún veit þó að samkeppnin er mikil. Hún mun samt sem áður láta sig dreyma.

„Hann er að skilja leikmenn eftir hér heima sem hafa fullt erindi í þetta en það er eitthvað sem ég stjórna ekki beint. Ég stjórna bara því sem ég geri og á endanum eru þetta allt ákvarðanir sem hann gerir."

„Ég mun alveg láta mig dreyma og er staðráðin í því að gera betur en í fyrra og gera vel hér og svo verður þetta bara að koma í ljós. Það er ekki hægt að segja annað,"
sagði hún í lokin.
Arna Sif: Mjög heillandi að þurfa bæði að standa sig og sýna sig
Athugasemdir
banner
banner
banner