Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 02. desember 2022 11:16
Elvar Geir Magnússon
Erfið ár framundan hjá Belgum - „Nýr þjálfari byrjar á núllpunkti“
Kevin De Bruyne er ein skærasta stjarna Belga.
Kevin De Bruyne er ein skærasta stjarna Belga.
Mynd: Getty Images
Belgía komst ekki upp úr riðli sínum á HM og mikil umræða um að bestu leikmenn liðsins séu hreinlega orðnir of gamlir. Liðið þótti hægt og óspennandi á mótinu.

Eftir markalaust jafntefli gegn Króötum í lokaleik sínum á mótinu tilkynnti Roberto Martínez þjálfari að hann væri hættur.

Belgíski íþróttafréttamaðurinn Kristof Terreur telur að næstu ár verði erfið fyrir belgíska landsliðið og tími uppbyggingar sé hafinn. Sá sem tekur við liðinu þurfi að byggja upp lið frá grunni.

„Ég tel að nýr þjálfari byrji hreinlega á núllpunkti. Fáir af gömlu kynslóðinni munu munu leiða nýju kynslóðina inn í nýja tíma. Ég tel að belgíska landsliðið verði ekki í sama gæðaflokki næstu fimm eða sex ár," segir Terreur.

Belgía hafnaði í þriðja sæti á HM 2018 en það er þó mál manna að gullkynslóð þjóðarinnar hafi ekki náð þeim árangri sem vonast var eftir.

„Romeo Lavia hjá Southampton og Amadou Onana hjá Everton. Þetta eru leikmennirnir sem við bindum vonir við. Maður verður að hafa heppnina með sér til að vera með frábæra vörn og frábæra sókn á sama tíma eins og við höfðum 2018. En við náðum ekki að nýta tækifærin sem við fengum með þessa gullkynslóð."
Athugasemdir
banner