Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   fös 02. desember 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak segir frá markmiðum sínum - „Það er stærsta viðurkenningin"
Ísak Andri Sigurgeirsson
Ísak Andri Sigurgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á næsta tímabili vil ég ná meira jafnvægi í frammistöðurnar
Á næsta tímabili vil ég ná meira jafnvægi í frammistöðurnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak kom fyrst fram á sjónarsviðið 2020 þegar hann skoraði sigurmark gegn Fylki í uppbótartíma.
Ísak kom fyrst fram á sjónarsviðið 2020 þegar hann skoraði sigurmark gegn Fylki í uppbótartíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í unglingalandsleik. Ísak stefnir á að spila með U21 í næstu undankeppni.
Í unglingalandsleik. Ísak stefnir á að spila með U21 í næstu undankeppni.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Það kom mér ekkert rosalega á óvart, mér fannst ég alveg eiga það skilið, fannst ég eiga mjög gott tímabil þó að ég hefði getað bætt ýmsa hluti og skorað fleiri mörk. Mér finnst mikill heiður að aðrir leikmenn líti á mig sem efnilegastan og kjósi mig efnilegastan. Það er stærsta viðurkenningin að leikmenn sem maður spilar á móti líti þannig á mann," sagði Ísak Andri Sigurgeirsson sem var af leikmönnum Bestu deildarinnar kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar 2022.

Ísak er nítján ára kantmaður sem skoraði fimm mörk og lagði upp níu á tímabilinu. Hann er uppalinn í Stjörnunni en lék með ÍBV á láni þegar liðið fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra.

„Ég hefði viljað skora meira, tímabilið var dálítið upp og niður og í sumum leikjum var ég ekkert sérstakur. Á næsta tímabili vil ég ná meira jafnvægi í frammistöðurnar, ná jafnt og þétt góðri frammistöðu."

„Ég náði stoðsendinga markmiðum mínum. Ég var í dálítið öðru hlutverki en ég hef verið áður. Ég var meira í því að taka menn á og búa til fyrir liðsfélagana heldur en að skora mörkin sjálfur. Á næsta tímabili koma mörkin, ég er viss um það."

„Mér finnst þetta hlutverk mjög skemmtilegt, gaman að geta gert einhverja hluti með boltann og síðan lagt upp fyrir liðsfélagana. Ég veit ekki hvort það er skemmtilegra að skora en að leggja upp, það er allavega geggjuð tilfinning að skora."


Er eitthvað í leik Ísaks sem hann sér að hann vill bæta?

„Ég legg mestar áherslur á varnarfærslur, þær eru orðnar svo mikilvægar í nútímafótbolta. Líka að vinna meira þegar ég er án bolta, að reyna komast meira inn í leikinn og vera meira með boltann því það er langskemmtilegast."

Hversu gaman var að fá sénsinn í efstu deild?

„Þetta var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Það er alltaf skemmtilegast þegar maður fer á fótboltavöllinn og fær að spila. Ég fékk traustið frá þjálfurunum sem er svo mikilvægt fyrir leikmann. Þá getur maður sýnt hvað býr í manni. Ég var mjög ánægður heilt yfir."

„Það er 100% einn af hlutunum. Gústi og Jökull frá því í byrjun undirbúningstímabilsins. Ég byrjaði flesta leiki og það er lykillinn að því að ég skrifaði undir samning."


Ísak skoraði þrjú mörk í tíu leikjum með ÍBV seinni hluta tímabilsins 2021. Hann segir sá tími hafa hjálpað sér á liðnu tímabili.

„Auðvitað, það hjálpaði mér mjög mikið. Það er miklu betra að fá reynslu í 1. deildinni frekar en að fá tíu mínútur í hverjum leik. Það var gulls ígildi að fá að spila fótbolta með ÍBV í 1. deildinni. Það kom alveg upp (að vera áfram) en ég vildi bara vera áfram í Stjörnunni. Það var mitt eina markmið, að stimpla mig almennilega inn hjá Stjörnunni."

Það voru margir ungir leikmenn sem fengu tækifæri hjá Stjörnunni í sumar. Hversu gaman er að spila með leikmönnum sem hafa verið liðsfélagar manns í mörg ár í yngri flokkum?

„Það er geggjað að spila með strákum sem ég hef spilað með frá því ég var tíu ára. Ég held það sé það skemmtilegasta sem maður gerir, maður þekkir þá og þeir þekkja inn á mig. Það er geggjuð tenging þarna á milli og gaman að spila með þeim."

Ísak byrjaði alla leiki nema einn í sumar, það var leikur gegn Val í sjöundu umferð. Var Ísak svekktur með ákvörðun þjálfarana?

„Já, ég viðurkenni að ég var svekktur. En maður nýtir þetta bara sem aukakraft. Maður tekur þetta til sín og vinnur í því að koma til baka inn í liðið - koma sterkari til baka. Ég kom miklu sterkari til baka, fann einhvern auka drifkraft í mér og gott eftir á myndi ég segja."

Eftir tímabilið var Ísak svo valinn í fyrsta sinn í U21 landsliðið. Hvernig var sú upplifun?

„Hún var mjög skemmtileg, ég fékk að spila á geggjuðum velli í Skotlandi og með mjög skemmtilegum strákum. Þetta var mikill heiður og vonandi fleiri leikir sem ég fæ að spila með þessum strákum, á svona flottum völlum og með svona flotta umgjörð."

Er það markmið að vera hluti af U21 í næstu undankeppni liðsins? „Það er 100% markmiðið hjá mér."

Ungir leikmenn sem vekja athygli á Íslandi eru oftar en ekki undir smásjá erlendra félaga. Hugsar Ísak mikið um mögulega atvinnumennsku erlendis?

„Nei, ekki mikið að pæla í því núna. Eins og staðan er núna þá er ég bara að pæla í því að hefja undirbúningstímabilið. Við erum byrjaðir og eins og staðan er núna þá verð ég áfram hjá Stjörnunni á næsta tímabili. Við ætlum okkur mjög stóra og góða hluti á næsta tímabili. Það er helvíti mikið álag, við erum með alvöru styrktarþjálfara sem byrjar bara strax. Við erum að hlaupa helvíti mikið en það er bara gott og gaman af því," sagði Ísak.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni. Þar er einnig komið inn á Emil Atlason og taphrinu Stjörnunnar í sumar.
Athugasemdir