Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. febrúar 2023 14:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það var í raun ekkert sem ég gat gert til að breyta því"
Icelandair
Sara Björk og Þorsteinn ræða saman.
Sara Björk og Þorsteinn ræða saman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir er ekki í landsliðshópnum fyrir Pinatar æfingamótið á Spáni seinna í þessum mánuði þar sem hún er hætt í landsliðinu.

Sara, sem er leikjahæsta landsliðskona í sögu Íslands, gaf það út í síðasta mánuði að hún væri hætt að spila með landsliðinu.

„Ég á nóg eftir, en mér finnst þetta rétti tímapunkturinn fyrir mig. Það er langt í næsta stórmót. Ég er búin að vera að slíta mér út í mörg ár, spila í mörg með eymsli eða illt einhvers staðar - með álagstengd meiðsli," sagði Sara um ákvörðun sína.

„Það spilar líka inn í að ég er komin með fjölskyldu og það eru ferðalög og álag með landsliðinu. Það mun ekkert minnka. Ég er að hugsa um að fá meiri tíma með fjölskyldu minni og líka að einblína betur á félagsliðið mitt; vera 100 prósent á þeim stað sem ég er á. Einhvern veginn var maður kannski að halda alltof mörgum boltum á lofti."

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í ákvörðun Söru á fréttamannafundi í dag. Var hann jafnframt spurður út í það hvort hann hefði reynt að fá hana til að skipta um ákvörðun.

„Það er mikill missir af henni," sagði Þorsteinn. „Það vita allir hvað hún hefur gert fyrir íslenskan fótbolta, hvað hún hefur verið sterkur karakter og mikil fyrirmynd."

„Við áttum samtal. Raunverulega snerist þetta ekki um það fyrir mig að snúa ákvörðun hennar við. Ég hef ákveðin skilning á því sem hún sagði við mig. Þetta var ákvörðun sem hún var búin að taka þegar við ræddum saman. Það var í raun ekkert sem ég gat gert til að breyta því. Ég skildi hennar ákvörðun."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner