Íslenska landsliðið var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær eins og oft áður. Rætt var um hvaða 23 leikmenn verða í lokahópnum sem fer til Frakklands og litið á landsleikinn gegn Grikklandi sem var síðasta þriðjudag.
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson skoðuðu málin og spjölluðu einnig við Magnús Már Einarsson sem var á leiknum í Aþenu.
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson skoðuðu málin og spjölluðu einnig við Magnús Már Einarsson sem var á leiknum í Aþenu.
Settur var saman hugsanlegur lokahópur en umræðuna má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Meðal þess sem rætt er um:
- Hannes er kominn aftur.
- Miðverðir berjast um að fara með á EM.
- Hvernig er hungrið hjá Sölva?
- Mikilvægi Ólafs Inga fyrir liðið.
- Vinnusemi Alfreðs.
- Hvernig er staða Viðars Kjartanssonar?
Sjá einnig:
Hlustaðu á útvarpsþáttinn í heild sinni
Barist um flugmiða til Frakklands - Hverjir fara með?
Athugasemdir