Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. júní 2020 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stuðningsmenn Newcastle reiðir vegna stöðu Longstaff - „Svívirðilegt"
Mynd: Getty Images
Matty Longstaff sem er á mála hjá Newcastle gæti verið á leiðinni til Udinese. Þessu greinir Keith Downie, fréttamaður hjá Sky Sports, frá í gær.



Samkvæmt hans heimildum er Udinese reiðubúið að greiða Matty 30 þúsund pund í vikulaun sem er meira en þrjátíu sinnum meira en það sem hann fær á núgildandi samning hjá Newcastle. Miðjumaðurinn er einungis með 850 pund á viku þar sem hann hefur enn ekki skrifað undir atvinnumannasamning.

Ef svör stuðningsmanna við færslu Downie á Twitter eru skoðuð þá má sjá að þeir eru langt í frá sáttir við sitt félag. Sportlens vakti athygli á svörunum.

„Svívirðilegt hjá félaginu að láta efnilegasta leikmanninn fara frá félaginu." og „Það væri galið að láta hann fara." eru meðal svara sem má sjá.

Einn stuðningsmaður vill kæra úrvalsdeildina vegna stöðunnar en hann vill meina að hún sé að koma í veg fyrir að nýir eigendur taki við og það hindri samningsviðræður við Matty.

„Getum við farið í mál við úrvalsdeildina vegna yfirtökunnar? Þetta er að verða barna legt og félagið getur ekkert gert með núverandi leiðtoga. Mjög lélegt," skrifar einn stuðningsmaður liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner