Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   þri 03. júní 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Glasgow
Hákon tekur stöðuna eftir verkefnið - „Auðvitað vil ég spila hverja helgi"
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon er á mála hjá Brentford.
Hákon er á mála hjá Brentford.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hótelið er geggjað og það er flottur golfvöllur hérna," sagði landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru æfingaleikir hjá landsliðinu gegn Skotlandi og Norður-Írlandi. Segja má að þetta sé ákveðin áheyrnarprufa fyrir undankeppni HM sem hefst síðar á árinu.

„Við þurfum að funda smá og fara yfir helstu hlutina, reyna að gera okkur klára fyrir undankeppnina."

„Það er markmiðið okkar í þessum glugga að ná tveimur góðum leikjum og gera þetta almennilega," segir Hákon.

Ætla að klára hér fyrst
Hákon er á mála hjá Brentford í Englandi þar sem hann er varamarkvörður.

„Þetta var frábært tímabil fyrir Brentford. Ég bjóst ekki við því að spila á þessu tímabili. Það var nokkuð klárt fyrir tímabilið en ég náði allavega tveimur leikjum í deild og einhverjum bikarleikjum. Það er fínt að klára fyrsta heila tímabilið," segir Hákon.

Hann var varamarkvörður fyrir Mark Flekken á nýliðnu tímabili en hann er að fara til Bayer Leverkusen. Núna er hann að fara í samkeppni við annan markvörð því Caoimhin Kelleher er að koma frá Liverpool.

„Ég ætla að klára hér fyrst og skoða planið mitt og hvað Brentford vill gera. Sjá framtíðina eftir þetta verkefni," segir Hákon en hann vill klárlega spila meira.

„Ég taldi reyndar leikina um daginn og þeir eru allavega yfir tíu. Manni líður eins og maður hafi ekki spilað neitt, en ég hef spilað eitthvað. Auðvitað vil ég samt spila hverja helgi, það er ástæðan fyrir að maður er í þessu."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner