Jorge Cuenca hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Fulham með möguleika á öðru ári í viðbót.
Cuenca kemur frá Villareal en þar átti hann eitt ár eftir af samningnum sínum.
Spánverjinn hefur verið ofarlega á óskalista Fulham í sumar en hann kemur til með að leysa Tosin af í Fulham liðinu.
Jorge var mjög ánægður með skrefið yfir til Englands.
„Ég er mjög mjög glaður. Ég er stoltur að vera hérna. Ég er ótrúlega glaður að vera hérna og fá að spila fyrir Fulham.“ sagði hafsentinn og hélt svo áfram að fara fögrum orðum um félagið.
„Félagið á ríka sögu Craven Cottage en sögulegur völlur. Ég valdi Fulham útaf borginni, félaginu, auðvitað sögulega vellinum og mig langar að spila í ensku úrvalsdeildinni.“
Fyrsti leikur Fulham í úrvalsdeildinni er gegn Manchester United á Old Trafford en það er opnunarleikur deildarinnar.
Checking in. ???????? pic.twitter.com/GVxk6Wcg1w
— Fulham Football Club (@FulhamFC) August 3, 2024