Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 03. september 2014 08:30
Alexander Freyr Tamimi
Viðar Örn: Stefni á 30 mörk
Viðar Örn verður líklega í eldlínunni gegn Tyrkjum.
Viðar Örn verður líklega í eldlínunni gegn Tyrkjum.
Mynd: Kenneth Myhre - Kennethmyhre.net
Viðar Örn Kjartansson spilaði sinn fyrsta A-landsleik gegn Austurríki í vor og gæti komið við sögu gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 næsta þriðjudag.

Þessi frábæri framherji hefur raðað inn mörkum í Noregi og mun nánast bókað vinna gullskóinn eftir magnað fyrsta tímabil með Våleranga.

,,Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er spenntur fyrir þessum leik og við fáum mikinn tíma til að undirbúa okkur. Vonandi getum við unnið Tyrkina bara," sagði Viðar Örn við Fótbolta.net.

,,Það er bara búið að ganga frábærlega og vonandi get ég haldið því áfram. Það eru einhverjir átta leikir eftir í deild og einhver landsliðsverkefni, svo vonandi get ég jafnvel staðið mig betur."

,,Fyrr í sumar bjóst ég við því. Í gær voru nokkrir orðrómar en ég vissi að ég væri ekki að fara. Það er bara flott að klára tímabilið og maður sér til í janúar eða næsta sumar. Ég er hjá flottum klúbb þannig að ég er bara frekar sáttur og það er gott að geta klárað heilt tímabil með þeim."

Viðar er langmarkahæstur í norsku deildinni með 21 mark en hann setur markið hátt í þeim átta leikjum sem eftir eru: ,,Ég ætla bara að reyna að ná í 30 mörk eða eitthvað. Það er verðugt verkefni. En klárlega gullskórinn, ég ætla að klára hann."

Athugasemdir
banner