![]() |
Þessi frábæri framherji hefur raðað inn mörkum í Noregi og mun nánast bókað vinna gullskóinn eftir magnað fyrsta tímabil með Våleranga.
,,Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er spenntur fyrir þessum leik og við fáum mikinn tíma til að undirbúa okkur. Vonandi getum við unnið Tyrkina bara," sagði Viðar Örn við Fótbolta.net.
,,Það er bara búið að ganga frábærlega og vonandi get ég haldið því áfram. Það eru einhverjir átta leikir eftir í deild og einhver landsliðsverkefni, svo vonandi get ég jafnvel staðið mig betur."
,,Fyrr í sumar bjóst ég við því. Í gær voru nokkrir orðrómar en ég vissi að ég væri ekki að fara. Það er bara flott að klára tímabilið og maður sér til í janúar eða næsta sumar. Ég er hjá flottum klúbb þannig að ég er bara frekar sáttur og það er gott að geta klárað heilt tímabil með þeim."
Viðar er langmarkahæstur í norsku deildinni með 21 mark en hann setur markið hátt í þeim átta leikjum sem eftir eru: ,,Ég ætla bara að reyna að ná í 30 mörk eða eitthvað. Það er verðugt verkefni. En klárlega gullskórinn, ég ætla að klára hann."
Athugasemdir
























