„Persónulega líður mér ágætlega, en ég er hundsvekktur með úrslitin," sagði Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, þjálfari Þórs, eftir 3-2 tap gegn botnliði Leiknis F. í Inkasso-deildinni í dag.
„En mér fannst Leiknismennirnir bara standa sig vel, þeir áttu þetta skilið. Þeir stóðu sig sérstaklega vel í fyrri hálfleiknum, spiluðu vel og uppskáru góð mörk. Mér fannst þeir eiga þetta í rauninni skilið."
„En mér fannst Leiknismennirnir bara standa sig vel, þeir áttu þetta skilið. Þeir stóðu sig sérstaklega vel í fyrri hálfleiknum, spiluðu vel og uppskáru góð mörk. Mér fannst þeir eiga þetta í rauninni skilið."
Lestu um leikinn: Leiknir F. 3 - 2 Þór
Donni segir að markmiðið hafi alltaf verið að komast upp, en það tókst ekki þar sem Grindavík vann Fjarðabyggð í dag og tryggði sér þar með upp um deild.
„Markmiðið á þessu tímabili var klárlega að komast upp og það fór í dag og það er svekkjandi. Það fór kannski ekki endilega í dag, það fór fyrir svolitlu síðan. Við vorum aular í sumar og við erum líklega með meiddasta liðið í deildinni."
„Leiknismenn lögðu gríðarlega mikið í leikinn og þeir áttu bara sigurinn skilið. Hrós til þeirra og vonandi gengur þeim áfram vel."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir























