Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   þri 03. september 2019 12:39
Elvar Geir Magnússon
Hannes: Búinn að eyða öllu út úr símanum mínum
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er búinn að eyða öllu út úr símanum mínum og les ekki neitt og heyri ekki neitt. Ég lifi í þægilegri búbblu. Auðvitað veit ég hvenær ég spila vel og hvenær ég spila illa. Mér hefur fundist frammistaðan vera betri en umræðan hefur verið. Auðvitað eru móment hér og þar sem mega fara betur. Síðasti leikur var áberandi og leiðinleg mörk þar sem við fengum á okkur," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals við Fótbolta.net í dag fyrir æfingu íslenska landsliðsins.

Hannes hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína með Val í sumar, til að mynda eftir síðasta leik gegn ÍBV. Hann er nú á leið í verkefni með íslenska landsliðinu gegn Moldavíu og Albaníu.

„Ég er kominn með doktorsgráðu í því að skilja við erfiða tíma hjá félagsliðum og standa vaktina og vinna leiki með landsliðinu. Það hefur verið viðloðandi landsliðið að það hefur alltaf verið bras hjá félagsliðunum, hjá Sandnes, Randers og núna Val. Það hefur ekki haft áhrif á landsliðsverkefnin. Þetta er allt annað dæmi að spila landsleiki og vera bara með tvo leiki sem þú ert að fókusa á og þarft að skila úrslitum. Þú breytir um umhverfi og maður smellur inn í stemninguna. Þetta hefur gengið vel hingað til og mun gera það áfram."

„Það er partur af okkar vinnu að maður þarf að leiða hjá sér öfgakennda umræðu. Það er yfirleitt þannig að þú ert ekki eins lélegur eins og fólk vill meina eftir tapleiki og heldur ekki eins góður og fólk segir eftir sigurleiki. Þetta er þarna mitt á milli. Mótlæti og velgengi koma í bylgjum og við þurfum að standa í lappirnar og vinna okkar vinnu. Það er mikilvægt fyrir mig að ætla ekki að sanna eitthvað heldur sinna minni vinnu og eiga við mómentin eins vel og ég get í leiknum. Það skilar vonandi einhverju í leiknum."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir