Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 03. september 2019 12:39
Elvar Geir Magnússon
Hannes: Búinn að eyða öllu út úr símanum mínum
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er búinn að eyða öllu út úr símanum mínum og les ekki neitt og heyri ekki neitt. Ég lifi í þægilegri búbblu. Auðvitað veit ég hvenær ég spila vel og hvenær ég spila illa. Mér hefur fundist frammistaðan vera betri en umræðan hefur verið. Auðvitað eru móment hér og þar sem mega fara betur. Síðasti leikur var áberandi og leiðinleg mörk þar sem við fengum á okkur," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals við Fótbolta.net í dag fyrir æfingu íslenska landsliðsins.

Hannes hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína með Val í sumar, til að mynda eftir síðasta leik gegn ÍBV. Hann er nú á leið í verkefni með íslenska landsliðinu gegn Moldavíu og Albaníu.

„Ég er kominn með doktorsgráðu í því að skilja við erfiða tíma hjá félagsliðum og standa vaktina og vinna leiki með landsliðinu. Það hefur verið viðloðandi landsliðið að það hefur alltaf verið bras hjá félagsliðunum, hjá Sandnes, Randers og núna Val. Það hefur ekki haft áhrif á landsliðsverkefnin. Þetta er allt annað dæmi að spila landsleiki og vera bara með tvo leiki sem þú ert að fókusa á og þarft að skila úrslitum. Þú breytir um umhverfi og maður smellur inn í stemninguna. Þetta hefur gengið vel hingað til og mun gera það áfram."

„Það er partur af okkar vinnu að maður þarf að leiða hjá sér öfgakennda umræðu. Það er yfirleitt þannig að þú ert ekki eins lélegur eins og fólk vill meina eftir tapleiki og heldur ekki eins góður og fólk segir eftir sigurleiki. Þetta er þarna mitt á milli. Mótlæti og velgengi koma í bylgjum og við þurfum að standa í lappirnar og vinna okkar vinnu. Það er mikilvægt fyrir mig að ætla ekki að sanna eitthvað heldur sinna minni vinnu og eiga við mómentin eins vel og ég get í leiknum. Það skilar vonandi einhverju í leiknum."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner