Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   þri 03. september 2019 12:39
Elvar Geir Magnússon
Hannes: Búinn að eyða öllu út úr símanum mínum
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er búinn að eyða öllu út úr símanum mínum og les ekki neitt og heyri ekki neitt. Ég lifi í þægilegri búbblu. Auðvitað veit ég hvenær ég spila vel og hvenær ég spila illa. Mér hefur fundist frammistaðan vera betri en umræðan hefur verið. Auðvitað eru móment hér og þar sem mega fara betur. Síðasti leikur var áberandi og leiðinleg mörk þar sem við fengum á okkur," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals við Fótbolta.net í dag fyrir æfingu íslenska landsliðsins.

Hannes hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína með Val í sumar, til að mynda eftir síðasta leik gegn ÍBV. Hann er nú á leið í verkefni með íslenska landsliðinu gegn Moldavíu og Albaníu.

„Ég er kominn með doktorsgráðu í því að skilja við erfiða tíma hjá félagsliðum og standa vaktina og vinna leiki með landsliðinu. Það hefur verið viðloðandi landsliðið að það hefur alltaf verið bras hjá félagsliðunum, hjá Sandnes, Randers og núna Val. Það hefur ekki haft áhrif á landsliðsverkefnin. Þetta er allt annað dæmi að spila landsleiki og vera bara með tvo leiki sem þú ert að fókusa á og þarft að skila úrslitum. Þú breytir um umhverfi og maður smellur inn í stemninguna. Þetta hefur gengið vel hingað til og mun gera það áfram."

„Það er partur af okkar vinnu að maður þarf að leiða hjá sér öfgakennda umræðu. Það er yfirleitt þannig að þú ert ekki eins lélegur eins og fólk vill meina eftir tapleiki og heldur ekki eins góður og fólk segir eftir sigurleiki. Þetta er þarna mitt á milli. Mótlæti og velgengi koma í bylgjum og við þurfum að standa í lappirnar og vinna okkar vinnu. Það er mikilvægt fyrir mig að ætla ekki að sanna eitthvað heldur sinna minni vinnu og eiga við mómentin eins vel og ég get í leiknum. Það skilar vonandi einhverju í leiknum."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner