Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 03. september 2019 12:39
Elvar Geir Magnússon
Hannes: Búinn að eyða öllu út úr símanum mínum
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er búinn að eyða öllu út úr símanum mínum og les ekki neitt og heyri ekki neitt. Ég lifi í þægilegri búbblu. Auðvitað veit ég hvenær ég spila vel og hvenær ég spila illa. Mér hefur fundist frammistaðan vera betri en umræðan hefur verið. Auðvitað eru móment hér og þar sem mega fara betur. Síðasti leikur var áberandi og leiðinleg mörk þar sem við fengum á okkur," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals við Fótbolta.net í dag fyrir æfingu íslenska landsliðsins.

Hannes hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína með Val í sumar, til að mynda eftir síðasta leik gegn ÍBV. Hann er nú á leið í verkefni með íslenska landsliðinu gegn Moldavíu og Albaníu.

„Ég er kominn með doktorsgráðu í því að skilja við erfiða tíma hjá félagsliðum og standa vaktina og vinna leiki með landsliðinu. Það hefur verið viðloðandi landsliðið að það hefur alltaf verið bras hjá félagsliðunum, hjá Sandnes, Randers og núna Val. Það hefur ekki haft áhrif á landsliðsverkefnin. Þetta er allt annað dæmi að spila landsleiki og vera bara með tvo leiki sem þú ert að fókusa á og þarft að skila úrslitum. Þú breytir um umhverfi og maður smellur inn í stemninguna. Þetta hefur gengið vel hingað til og mun gera það áfram."

„Það er partur af okkar vinnu að maður þarf að leiða hjá sér öfgakennda umræðu. Það er yfirleitt þannig að þú ert ekki eins lélegur eins og fólk vill meina eftir tapleiki og heldur ekki eins góður og fólk segir eftir sigurleiki. Þetta er þarna mitt á milli. Mótlæti og velgengi koma í bylgjum og við þurfum að standa í lappirnar og vinna okkar vinnu. Það er mikilvægt fyrir mig að ætla ekki að sanna eitthvað heldur sinna minni vinnu og eiga við mómentin eins vel og ég get í leiknum. Það skilar vonandi einhverju í leiknum."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner