„Ætli það sé ekki bara meistarabragurinn sem er í gangi hjá Víkingum. Við áttum fullt af færum þar sem við hefðum getað gert betur en þeir náðu oftast á loka á það á síðustu sekúndu. Svo eru þeir bara með "quality" aukaspyrnu þarna sem afgreiðir leikinn.“
Sagði Ragnar Sigurðsson þjálfari Fram um hvað bar í milli eftir 3-2 tap hans manna gegn Víkingum fyrr í dag.
Sagði Ragnar Sigurðsson þjálfari Fram um hvað bar í milli eftir 3-2 tap hans manna gegn Víkingum fyrr í dag.
Lestu um leikinn: Fram 2 - 3 Víkingur R.
Framliðið fékk eins og Ragnar segir tækifæri til að setja fleiri mörk í leik dagsins en gekk ekki sem skyldi, eitthvað sem á köflum hefur verið að há liðinu í sumar að fara illa með færin sín.
„Já alveg klárlega en ekki að undanförnu samt. Undanfarið hefur mér fundist við kannski ekkert endilega vera nálægt því en núna erum við búnir að vinna okkur upp og þannig var það hjá okkur í dag en því miður þá datt það ekki.“
Framundan hjá Fram er hörkubarátta um að halda sæti sínu í deildinni og eftir frammistöðu dagsins gegn toppliðinu mætti ætla að lið Fram fari bjartsýnt inn í úrslitakeppnina.
„Já við erum það, sérstaklega eftir svona frammistöðu eins og í dag. Þetta er leikur sem ég segi kannski ekki að við höfum dóminerað en mér fannst við miklu betri aðilinn í seinni hálfleik og ef við getum performað svona í næstu leikjum þá höldum við okkur uppi.“
Sagði Ragnar en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir