Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 03. október 2022 22:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Gústi Gylfa: Skildum allt eftir úti á vellinum og lögðum allt í leikinn
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjörnumenn heimsóttu topplið Breiðabliks þegar fyrsta umferð úrslitakeppninnar hélt áfram göngu sinni í kvöld.

Liðin mættust á Kópavogsvelli og var kannski ekki mikið undir fyrir gestina úr Garðabænum annað en stoltið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Stjarnan

„Já við töpuðum 3-0 í dag á móti betra liði en við byrjuðum af krafti og hefðum átt að komast yfir 1-0 en fáum skyndisókn á okkur sem þeir skora úr og eftir það var þetta erfitt, þurftum að fara ofar á völlinn og þeir skora úr föstu leikatriði úr hornspyrnu í seinni og svo einni skyndisókn í lokin þannig 3-0 varð niðurstaðan því miður." Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt en eftir að Breiðablik komst yfir virtist þetta aldrei vera í neinni hættu.

„Já það gerist oft en við áttum kannski ekki skilið meira en skildum allt eftir úti á vellinum og lögðum allt í leikinn. Virkilega ánægður með heildarsvipinn á liðinu og eitthvað til að vinna með í framtíðinni."

Stjörnumenn sigruðu síðast þegar þessi lið mættust í deild en Gústi vildi ekki meina að það hafi verið nein auka spenna fyrir leikinn í kvöld.

„Nei ekki neitt. Við fórum algjörlega pressulausir inn í þennan leik. Nánast ekki mikið undir nema spila fyrir stoltið og við gerðum það og gerðum okkar besta en við spiluðum á móti liðinu sem er í efsta sætinu og þarf að halda því og gerðum það vel í dag."

Nánar er rætt við Ágúst Gylfason þjálfara Stjörnumanna í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner