Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Tufa: Þurfti ekkert að gíra menn upp
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   mán 03. október 2022 22:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Gústi Gylfa: Skildum allt eftir úti á vellinum og lögðum allt í leikinn
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjörnumenn heimsóttu topplið Breiðabliks þegar fyrsta umferð úrslitakeppninnar hélt áfram göngu sinni í kvöld.

Liðin mættust á Kópavogsvelli og var kannski ekki mikið undir fyrir gestina úr Garðabænum annað en stoltið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Stjarnan

„Já við töpuðum 3-0 í dag á móti betra liði en við byrjuðum af krafti og hefðum átt að komast yfir 1-0 en fáum skyndisókn á okkur sem þeir skora úr og eftir það var þetta erfitt, þurftum að fara ofar á völlinn og þeir skora úr föstu leikatriði úr hornspyrnu í seinni og svo einni skyndisókn í lokin þannig 3-0 varð niðurstaðan því miður." Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt en eftir að Breiðablik komst yfir virtist þetta aldrei vera í neinni hættu.

„Já það gerist oft en við áttum kannski ekki skilið meira en skildum allt eftir úti á vellinum og lögðum allt í leikinn. Virkilega ánægður með heildarsvipinn á liðinu og eitthvað til að vinna með í framtíðinni."

Stjörnumenn sigruðu síðast þegar þessi lið mættust í deild en Gústi vildi ekki meina að það hafi verið nein auka spenna fyrir leikinn í kvöld.

„Nei ekki neitt. Við fórum algjörlega pressulausir inn í þennan leik. Nánast ekki mikið undir nema spila fyrir stoltið og við gerðum það og gerðum okkar besta en við spiluðum á móti liðinu sem er í efsta sætinu og þarf að halda því og gerðum það vel í dag."

Nánar er rætt við Ágúst Gylfason þjálfara Stjörnumanna í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner