Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 03. október 2022 22:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Gústi Gylfa: Skildum allt eftir úti á vellinum og lögðum allt í leikinn
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjörnumenn heimsóttu topplið Breiðabliks þegar fyrsta umferð úrslitakeppninnar hélt áfram göngu sinni í kvöld.

Liðin mættust á Kópavogsvelli og var kannski ekki mikið undir fyrir gestina úr Garðabænum annað en stoltið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Stjarnan

„Já við töpuðum 3-0 í dag á móti betra liði en við byrjuðum af krafti og hefðum átt að komast yfir 1-0 en fáum skyndisókn á okkur sem þeir skora úr og eftir það var þetta erfitt, þurftum að fara ofar á völlinn og þeir skora úr föstu leikatriði úr hornspyrnu í seinni og svo einni skyndisókn í lokin þannig 3-0 varð niðurstaðan því miður." Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnumanna eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt en eftir að Breiðablik komst yfir virtist þetta aldrei vera í neinni hættu.

„Já það gerist oft en við áttum kannski ekki skilið meira en skildum allt eftir úti á vellinum og lögðum allt í leikinn. Virkilega ánægður með heildarsvipinn á liðinu og eitthvað til að vinna með í framtíðinni."

Stjörnumenn sigruðu síðast þegar þessi lið mættust í deild en Gústi vildi ekki meina að það hafi verið nein auka spenna fyrir leikinn í kvöld.

„Nei ekki neitt. Við fórum algjörlega pressulausir inn í þennan leik. Nánast ekki mikið undir nema spila fyrir stoltið og við gerðum það og gerðum okkar besta en við spiluðum á móti liðinu sem er í efsta sætinu og þarf að halda því og gerðum það vel í dag."

Nánar er rætt við Ágúst Gylfason þjálfara Stjörnumanna í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner