Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. júní 2023 20:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alderweireld tryggði Antwerp titilinn í hádramatískri lokaumferð
Mynd: Getty Images

Antwerp varð belgískur meistari í kvöld eftir rosalega dramatík.


Þrjú lið börðust um titilinn í lokaumferðinni en Union St. Gilloise var á toppnum á 89. mínútu þegar liðið var 1-0 yfir gegn Club Brugge og staðan var 1-1 hjá Genk og Antwerp.

Club Brugge jafnaði metin gegn St. Gilloise í uppbótartíma og þá var Genk komið á toppinn. Að lokum vann Club Brugge 3-1 sigur og varnarjaxlinn Toby Alderweireld tryggði Antwerp titilinn með stórkostlegu marki þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.

Þessi 34 ára gamli miðvörður gekk til liðs við Antwerp síðasta sumar frá Al-Duhail í Katar þar sem hann var í eitt ár eftir að hafa yfirgefið Tottenham.

Antwerp vann bæði bikar og deild í ár.


Athugasemdir
banner
banner