Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
   sun 04. júní 2023 22:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Noregur: Kristall á bekknum í Íslendingaslag - Ari í sigurliði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslendingar voru í eldlínunni í efstu deild í Noregi í dag.


Rosenborg og Ham-Kam mættust í Íslendingaslag en Kristall Máni Ingason sat allan tímann á bekknum hjá Rosenborg og Ísak Snær Þorvaldsson er fjarverandi vegna meiðsla.

Brynjar Ingi Bjarnason var í byrjunarliði Ham-Kam sem tapaði leiknum 4-0.

Ari Leifsson fór af velli þegar skammt var til leiksloka í 2-1 tapi Stromsgodset gegn Haugesund. Þá er Hilmir Rafn Mikaelsson á meiðslalistanum hjá Tromsö sem vann Sarpsborg 2-1 í dag.

Viking fékk Molde í heimsón í miklum markaleik. Patrik Gunnarsson var í marki Viking og Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik.

Leiknum lauk með 4-3 sigri Molde en sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Rosenborg er í 9. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 10 umferðri. Ham-Kam í næst neðsta sæti með sjö stig. Strömsgodtset er í sætinu fyrir ofan Ham-Kam með 9 stig. Bæði lið búin að spila níu leiki.

Tromsö er í 3. sæti með 17 stig og Viking í 7. sæti með 14 stig, bæði búin að spila níu leiki.


Athugasemdir
banner
banner