Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist á morgun - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
   mið 04. júní 2025 23:01
Hafliði Breiðfjörð
Gústi Gylfa: Þeir stjórnuðu þó ég hafi reynt að garga eitthvað bakvið tjöldin
Lengjudeildin
Gústi á hliðarlínunni í Árbænum í kvöld.
Gústi á hliðarlínunni í Árbænum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég elska að vinna fótboltaleiki, það er ekki flóknara en það. Það var gaman í dag," sagði Ágúst Gylfason sem átti draumabyrjun sem þjálfari Leiknis í kvöld er liðið vann 1-2 sigur á Fylki sólarhring eftir að hann tók við.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Leiknir R.

„Það er gaman að vera kominn aftur eftir tveggja ára hlé. Ég bjó í 20 ár í Breiðholtinu uppeldisárin og það er gaman að vera kominn og taka við liðinu. Það er mjög kærkomið og ég vona að við getum snúið skútunni við. Við byrjuðum vel í dag. Ég byrjaði í gær klukkan 15:30 fyrir fyrstu æfingu og vil sérstaklega þakka þjálfarateyminu og Nemma sem stjórnuðu þessum leik þó ég hafi verið bakvið tjöldin og reynt að garga eitthvað. Það skilaði okkur þremur stigum í dag sem er gríðarlega mikilvægt fyrir baráttuna sem við erum í."

Þú tókst kannski af mér eina spurningu sem ég ætlaði að forvitnast með. Þú bjóst í Breiðholtinu, en varstu aldrei í Leikni?

„Jú ég spilaði með Leikni í 3. flokki á yngra ári og svo líka í 6. flokki þegar ég tók nokkrar æfingar áður en ég hóf ferilinn fyrir alvöru," sagði Gústi. Þú hefur þá smá taugar til félagsins?

„Já, ég er búinn að horfa á Leiknsivöllinn í langan tíma uppeldisárin, og var í Fellaskóla. Eftir að ég kom sé ég að við erum með fullt af stuðningsmönnum og vinir mínir í kringum þetta sem voru á svipuðu róli og ég. Það er gaman, Leiknir er stolt Breiðholts og við ætlum að gera vel."

Þú tókst við liðinu í gær, ég veit að þú fylgist vel með fótbolta, en vissirðu nöfnin á öllum leikmönnum liðsins í dag?

„Jú nokkurn veginn, eða nei ég kannski lýg því aðeins en allt í góðu. Það er gaman að koma inn svona, og ég fann það strax inni í klefa í gær þegar ég talaði við strákana hvað þetta er ógeðslega gaman. Það er það sem ég hef saknað síðustu tvö árin."

Leikurinn í dag var svolítið erfiður fyrir ykkur?

„Já, Fylkisliðið er frábært og var spáð upp í Bestu-deildina. Þetta var erfið fæðing en það er stundum betra að byrja svona, sýna mikinn karakter. Það var mikið hlaupið í leiknum og barist og það er það serm skilaði okkur sigrinum. Auðvitað þurftum við að verjast stóran hluta af seinni hálfleik. Við vorum komnir í góða stöðu en gáfum aulamark á okkur úr föstu leikatriði. Heilt yfir tökum við þessi þrjú stig allan daginn og erum bara sáttir við það."

Þið settuð mögulega Íslandsmet með að fá spjald fyrir að tefja á 25. mínútu?

„Já, það er eins og það er," sagði Gústi og hló. „Við komumst svo í 2-0 förum að reyna að verja okkar hlut og það skilaði marki á móti okkur. En ég sá rosalega marga góða hluti hjá Leiknisliðinu í dag, það var eitthvað af slæmum hlutum líka en við þurfum að laga það í framhaldinu. Mótið er rétt byrjað og 16 leikir eftir. Nú fáum við heimaleik næst á móti Völsung og það verður gaman að taka á móti þeim og fá fullt af fólki á völlinn."

Nánar er rætt við Gústa í spilaranum að ofan þar sem hann hrósar liðsheildinni og þjálfarateyminu enn frekar. Hann ræðir um frekari liðsstyrk og meðal annars leikmenn sem þegar eru komnir og var dularfullur í svörum þar.
Athugasemdir
banner