Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 04. júlí 2020 16:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Pétur Theódór: Gott að vera komnir á blað
Fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild
Pétur Theódór Árnason fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild.
Pétur Theódór Árnason fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta og HK gerðu magnað 4-4 jafntefli í dag þegar þessi lið mættust á Vivaldi vellinum í dag þegar 4.umferð Pepsi Max hélt áfram.
Pétur Theódór Árnason opnaði markaregnið í dag með sínu fyrsta marki í efstu deild og jafnframt fyrsta marki Gróttu í efstu deild.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  4 HK

„Hún er fín, hefðum átt kannski klára leikinn en gott að vera komnir á blað og komnir með stig sem er bara fínt." Sagði Pétur Theódór Árnason fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild.

Grótta komst tveimum mörkum yfir tvívegis í leiknum og þar af í seinna skiptið manni færri. Fyrir almennan áhugamann var þetta leikur sem hafði allt, en við fengum víti, rautt og mörk þegar liðin gerðu 4-4 jafntefli í dag en kannski súrsæt úrslit fyrir Gróttu úr því sem komið var.
„Já sérstaklega úr því sem komið var, bara fúlt að hafa ekki náð að halda út en annars verðum við bara að virða þetta stig og manni færri í 50-60 mínútur og það er bara næsti leikur." 

Mikið hefur verið rætt og ritað um meint markaleysi Gróttu í upphafi móts og einhverjir gengið jafnvel það langt að segja að þeir myndu ekki skora fyrir verslunarmannahelgi en annað kom heldur betur á daginn í dag en aðspurður um hvort þessi umræða hafi haft einhver áhrif vildi Pétur Theódór ekki meina það.
„Nei alls ekki, við vissum að þetta myndi koma og vorum óheppnir að skora ekki nokkur mörk og sérstaklega á móti Fylki í fyrri hálfleik og fengum ekki mikið út úr þessum leikjum en fínt að vera komnir á blað." 

Viðtalið í heild sinni er í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner