Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   lau 04. júlí 2020 16:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Pétur Theódór: Gott að vera komnir á blað
Fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild
Pétur Theódór Árnason fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild.
Pétur Theódór Árnason fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta og HK gerðu magnað 4-4 jafntefli í dag þegar þessi lið mættust á Vivaldi vellinum í dag þegar 4.umferð Pepsi Max hélt áfram.
Pétur Theódór Árnason opnaði markaregnið í dag með sínu fyrsta marki í efstu deild og jafnframt fyrsta marki Gróttu í efstu deild.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  4 HK

„Hún er fín, hefðum átt kannski klára leikinn en gott að vera komnir á blað og komnir með stig sem er bara fínt." Sagði Pétur Theódór Árnason fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild.

Grótta komst tveimum mörkum yfir tvívegis í leiknum og þar af í seinna skiptið manni færri. Fyrir almennan áhugamann var þetta leikur sem hafði allt, en við fengum víti, rautt og mörk þegar liðin gerðu 4-4 jafntefli í dag en kannski súrsæt úrslit fyrir Gróttu úr því sem komið var.
„Já sérstaklega úr því sem komið var, bara fúlt að hafa ekki náð að halda út en annars verðum við bara að virða þetta stig og manni færri í 50-60 mínútur og það er bara næsti leikur." 

Mikið hefur verið rætt og ritað um meint markaleysi Gróttu í upphafi móts og einhverjir gengið jafnvel það langt að segja að þeir myndu ekki skora fyrir verslunarmannahelgi en annað kom heldur betur á daginn í dag en aðspurður um hvort þessi umræða hafi haft einhver áhrif vildi Pétur Theódór ekki meina það.
„Nei alls ekki, við vissum að þetta myndi koma og vorum óheppnir að skora ekki nokkur mörk og sérstaklega á móti Fylki í fyrri hálfleik og fengum ekki mikið út úr þessum leikjum en fínt að vera komnir á blað." 

Viðtalið í heild sinni er í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner