Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
banner
   lau 04. júlí 2020 16:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Pétur Theódór: Gott að vera komnir á blað
Fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild
Pétur Theódór Árnason fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild.
Pétur Theódór Árnason fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta og HK gerðu magnað 4-4 jafntefli í dag þegar þessi lið mættust á Vivaldi vellinum í dag þegar 4.umferð Pepsi Max hélt áfram.
Pétur Theódór Árnason opnaði markaregnið í dag með sínu fyrsta marki í efstu deild og jafnframt fyrsta marki Gróttu í efstu deild.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  4 HK

„Hún er fín, hefðum átt kannski klára leikinn en gott að vera komnir á blað og komnir með stig sem er bara fínt." Sagði Pétur Theódór Árnason fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild.

Grótta komst tveimum mörkum yfir tvívegis í leiknum og þar af í seinna skiptið manni færri. Fyrir almennan áhugamann var þetta leikur sem hafði allt, en við fengum víti, rautt og mörk þegar liðin gerðu 4-4 jafntefli í dag en kannski súrsæt úrslit fyrir Gróttu úr því sem komið var.
„Já sérstaklega úr því sem komið var, bara fúlt að hafa ekki náð að halda út en annars verðum við bara að virða þetta stig og manni færri í 50-60 mínútur og það er bara næsti leikur." 

Mikið hefur verið rætt og ritað um meint markaleysi Gróttu í upphafi móts og einhverjir gengið jafnvel það langt að segja að þeir myndu ekki skora fyrir verslunarmannahelgi en annað kom heldur betur á daginn í dag en aðspurður um hvort þessi umræða hafi haft einhver áhrif vildi Pétur Theódór ekki meina það.
„Nei alls ekki, við vissum að þetta myndi koma og vorum óheppnir að skora ekki nokkur mörk og sérstaklega á móti Fylki í fyrri hálfleik og fengum ekki mikið út úr þessum leikjum en fínt að vera komnir á blað." 

Viðtalið í heild sinni er í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner