Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 04. júlí 2020 16:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Pétur Theódór: Gott að vera komnir á blað
Fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild
Pétur Theódór Árnason fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild.
Pétur Theódór Árnason fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta og HK gerðu magnað 4-4 jafntefli í dag þegar þessi lið mættust á Vivaldi vellinum í dag þegar 4.umferð Pepsi Max hélt áfram.
Pétur Theódór Árnason opnaði markaregnið í dag með sínu fyrsta marki í efstu deild og jafnframt fyrsta marki Gróttu í efstu deild.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  4 HK

„Hún er fín, hefðum átt kannski klára leikinn en gott að vera komnir á blað og komnir með stig sem er bara fínt." Sagði Pétur Theódór Árnason fyrsti markaskorari Gróttu í efstu deild.

Grótta komst tveimum mörkum yfir tvívegis í leiknum og þar af í seinna skiptið manni færri. Fyrir almennan áhugamann var þetta leikur sem hafði allt, en við fengum víti, rautt og mörk þegar liðin gerðu 4-4 jafntefli í dag en kannski súrsæt úrslit fyrir Gróttu úr því sem komið var.
„Já sérstaklega úr því sem komið var, bara fúlt að hafa ekki náð að halda út en annars verðum við bara að virða þetta stig og manni færri í 50-60 mínútur og það er bara næsti leikur." 

Mikið hefur verið rætt og ritað um meint markaleysi Gróttu í upphafi móts og einhverjir gengið jafnvel það langt að segja að þeir myndu ekki skora fyrir verslunarmannahelgi en annað kom heldur betur á daginn í dag en aðspurður um hvort þessi umræða hafi haft einhver áhrif vildi Pétur Theódór ekki meina það.
„Nei alls ekki, við vissum að þetta myndi koma og vorum óheppnir að skora ekki nokkur mörk og sérstaklega á móti Fylki í fyrri hálfleik og fengum ekki mikið út úr þessum leikjum en fínt að vera komnir á blað." 

Viðtalið í heild sinni er í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner