Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 04. ágúst 2020 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Everton að tapa baráttunni um Everton
Everton Soares
Everton Soares
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton virðist vera að tapa baráttunni um brasilíska framherjann Everton Soares en portúgalska félagið Benfica er í bílstjórasætinu um leikmanninn.

Brasilíumaðurinn er 24 ára gamall og á mála hjá Gremio í heimalandinu en hann gerði 15 mörk og lagði upp 7 á síðasta tímabili.

Mörg félög hafa fylgst náið með honum en enska félagið Everton var talið leiða kapphlaupið um hann.

Félagið íhugaði að leggja fram tilboð í leikmanninn í janúar en Carlo Ancelotti er mikill aðdáandi framherjans.

Benfica virðist þó vera að stela honum en talið er að félagið sé búið að semja um kaupverð við Gremio. Portúgalska félagið greiðir 20 milljónir evra. Gremio fær þá 15 prósent af næstu sölu.

Gremio á þó aðeins 50 prósent hlut í Everton en viðskiptajöfurinn Gilmar Veloz á 30 prósent, annar fjárfestir á 10 prósent og þá á fyrrum felag Everton, Fortaleza, 10 prósent hlut.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner