Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
Magnús Már: Kominn taktur í okkur
Venni: Stoltur af hugrekkinu í mínum drengjum
Arnar Gunnlaugs: Danijel þurfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum
Dominik Radic: Við erum að njóta okkar
   fim 04. ágúst 2022 21:54
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Því miður þá bara uppskáru menn ekki eins og þeir sáðu
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Istanbul Basaksehir í kvöld þegar 3.umferð Sambandsdeildar Evrópu hóf göngu sína. 

Fyrri leikur liðana fór fram á Kópavogsvelli nú í kvöld þar sem Breiðablik þurftu að játa sig sigraða og bíður þeirra því afar krefjandi verkefni ytra eftir viku.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Istanbul Basaksehir

„Mér fannst við eiga meira skilið heldur en úrslitin sýna og er bara mjög ánægður með liðið og stoltur af þeim." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Við töluðum um það fyrir leik að við ætluðum að vera hugrakkir og spila okkar bolta, ætluðum að vera við sjálfir og mér fannst leikmennirnir algjörlega vera það. Við pressuðum þá allan leikinn en auðvitað losuðu þeir sig út úr pressunni eins og eðlilegt er með frábær lið en mér fannst við bara einhvernveginn vera ofboðslega flottir allan leikinn og því miður þá bara uppskáru menn ekki eins og þeir sáðu." 

Breiðablik fékk þrjú mörk á sig í leiknum í dag og voru fyrsta og síðasta mark leiksins keimlík auk þess sem annað mark gestana þótti klaufalegt.

„Við fáum á okkur mörk og auðvitað eru ódýr mörk og yfirleitt koma bara mörk út frá varnarmistökum og einhverjum mistökum einhverstaðar þetta er einhver keðja sem er rakinn upp."

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner