Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fim 04. ágúst 2022 23:02
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Rebekka: Verður ekki sárara
Kvenaboltinn
Rebekka Sverrisdóttir fyrirliði KR
Rebekka Sverrisdóttir fyrirliði KR
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Bara verður ekki sárar þetta var ógeðslega svekkjandi við vorum með leikinn í okkar höndum, þær byrjuðu ótrúlega sterkt í seinni hálfleik, náður strax að skora og ég hélt við myndum halda þetta út, jafnvel ná að pota inn einu marki en á síðustu sekúndunum missum við þetta niður", sagði Rebekka Sverrisdóttir fyrirliði KR eftir 1-2 tap KR gegn Stjörnunni í 11. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Stjarnan

„Fyrri hálfleikur var mjög öflugur, við náðum að vera þéttar, vinna boltann hátt, við náðum að spila boltanum vel, já fyrri hálfleikur fannst mér töluvert betri, náðum að halda boltanum. Í seinni hálfleiknum vorum við aðeins að elta, þær koma sterkar inn þannig að já svona eins og seinni hálfleikur spilaðist þá vorum við að vonast til þess að ná þessu jafntefli en það gekk ekki eftir".

„Við fáum á okkur tvö mörk úr föstum leik atriðum, þetta eru litlu atriðin sem að skilja okkur að, við erum í botnbaráttu og þær eru í toppbaráttu þannig að það er bara þessu litlu atriði sem skilja okkur að".

Þrátt fyrir að hafa tapa 0-5 gegn Breiðablik í síðasta leik var ekki að sjá á spilamennsku KR að þær væru brotnar eftir það stóra tap, „Síðasti leikur, úrslitin endurspegluðu engan vegin síðasta leik, 5-0 skiptir engu máli en já bara við fengum jafn mörg stig í dag og þar þannig að bara svekkjandi".

„Bara vel það er nóg að leikjum eftir nóg af stigum eftir í pottinum, við erum ekkert hættar og við ætum ekki að gefast upp" sagði Rebekka um framhaldið. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 



 



Athugasemdir
banner